Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er?

Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-Brasilíu. Þessir kaktusar eru ásetar á trjám, en svo kallast þær plöntur sem koma sér fyrir og lifa í holum á greinum hárra trjáa þar sem mold og lauf hefur safnast fyrir.

Til Schlumbergera-ættkvíslarinnar teljast nokkrar tegundir. Tegundunum hefur mikið verið blandað saman þannig að þær plöntur sem fólki standa til boða sem pottaplöntur í dag eru svo til eingöngu ýmis afbrigði og blendingar og hafa samnefnið Schlumbergera-hybrider.

Ræktunarafbrigðin ganga undir ýmsum nöfnum. Hér á landi er talað um nóvemberkaktus en líka desemberkaktus eða jólakaktus eftir því hvenær þeir blómstra. Í Evrópu er þekkt að tala um jólakaktus; 'Christmas cactus' á ensku, 'Weihnachtskaktus' á þýsku, 'cactus de Noël' á frönsku og 'cacto de Navidad' á spænsku. Í Bandaríkjunum er talað um jólakaktus en einnig þakkargjörðarkaktus (e. Thanksgiving cactus).

Schlumbergera-hybrider blómstar seint á haustin þegar dagur er stuttur. Á norðurhveli er þetta í nóvember/desember en apríl/maí á suðurhveli jarðar.

Heitin vísa til þess hvenær plantan blómstrar en það er ekki alltaf í nóvember. Kaktusinn er haustkaktus og blómstrar þegar daginn tekur að stytta, talið er að hann þurfi að minnsta kosti 12 klukkustunda nótt til þess að mynda blóm. Á norðurhveli jarðar gerist þetta þegar líður á haustið, seint í október, nóvember og desember. Í sínum náttúrulegu heimkynnum og annars staðar á suðurhveli blómstrar kaktusinn líka að hausti en það er í apríl eða maí.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.11.2016

Spyrjandi

Hrafn Jónsson

Tilvísun

EDS. „Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2016. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=16185.

EDS. (2016, 23. nóvember). Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16185

EDS. „Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2016. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16185>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er?

Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-Brasilíu. Þessir kaktusar eru ásetar á trjám, en svo kallast þær plöntur sem koma sér fyrir og lifa í holum á greinum hárra trjáa þar sem mold og lauf hefur safnast fyrir.

Til Schlumbergera-ættkvíslarinnar teljast nokkrar tegundir. Tegundunum hefur mikið verið blandað saman þannig að þær plöntur sem fólki standa til boða sem pottaplöntur í dag eru svo til eingöngu ýmis afbrigði og blendingar og hafa samnefnið Schlumbergera-hybrider.

Ræktunarafbrigðin ganga undir ýmsum nöfnum. Hér á landi er talað um nóvemberkaktus en líka desemberkaktus eða jólakaktus eftir því hvenær þeir blómstra. Í Evrópu er þekkt að tala um jólakaktus; 'Christmas cactus' á ensku, 'Weihnachtskaktus' á þýsku, 'cactus de Noël' á frönsku og 'cacto de Navidad' á spænsku. Í Bandaríkjunum er talað um jólakaktus en einnig þakkargjörðarkaktus (e. Thanksgiving cactus).

Schlumbergera-hybrider blómstar seint á haustin þegar dagur er stuttur. Á norðurhveli er þetta í nóvember/desember en apríl/maí á suðurhveli jarðar.

Heitin vísa til þess hvenær plantan blómstrar en það er ekki alltaf í nóvember. Kaktusinn er haustkaktus og blómstrar þegar daginn tekur að stytta, talið er að hann þurfi að minnsta kosti 12 klukkustunda nótt til þess að mynda blóm. Á norðurhveli jarðar gerist þetta þegar líður á haustið, seint í október, nóvember og desember. Í sínum náttúrulegu heimkynnum og annars staðar á suðurhveli blómstrar kaktusinn líka að hausti en það er í apríl eða maí.

Heimildir:

...