Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?

Ögmundur Jónsson


Maður nýtir sér að mjög mikill munur er á hljóðhraða og ljóshraða, sem gerir það að verkum að við heyrum þrumuna eftir að við sjáum eldinguna. Hraði hljóðs í andrúmslofti er um það bil 0,34 km/s (kílómetrar á sekúndu) en ljóshraðinn er um það bil 300.000 km/s sem er gífurlegur hraði miðað við hljóðhraðann, og reyndar miðað við flest annað líka. Við getum því gert ráð fyrir því að ljósið berist okkur um leið og eldingunni slær niður.

Ef ein sekúnda líður frá því að við sjáum eldinguna og þar til við heyrum þrumuna hefur hljóðið verið eina sekúndu á leiðinni og hefur því ferðast 340 metra. Ef til dæmis níu sekúndur líða milli blossa og þrumu hefur eldingunni slegið niður í um þriggja kílómetra fjarlægð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

22.5.2001

Spyrjandi

Ísleifur Gíslason

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1627.

Ögmundur Jónsson. (2001, 22. maí). Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1627

Ögmundur Jónsson. „Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1627>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að mæla fjarlægð eldingar á einfaldan hátt?


Maður nýtir sér að mjög mikill munur er á hljóðhraða og ljóshraða, sem gerir það að verkum að við heyrum þrumuna eftir að við sjáum eldinguna. Hraði hljóðs í andrúmslofti er um það bil 0,34 km/s (kílómetrar á sekúndu) en ljóshraðinn er um það bil 300.000 km/s sem er gífurlegur hraði miðað við hljóðhraðann, og reyndar miðað við flest annað líka. Við getum því gert ráð fyrir því að ljósið berist okkur um leið og eldingunni slær niður.

Ef ein sekúnda líður frá því að við sjáum eldinguna og þar til við heyrum þrumuna hefur hljóðið verið eina sekúndu á leiðinni og hefur því ferðast 340 metra. Ef til dæmis níu sekúndur líða milli blossa og þrumu hefur eldingunni slegið niður í um þriggja kílómetra fjarlægð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...