Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?

Hrannar Baldursson, Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem stendur á bersvæði. Hins vegar myndast rafspenna eftir jörðinni til dæmis kringum tré sem eldingu lýstur niður í og rafstraumur getur þá farið eftir dýri sem snýr í áttina að eða frá trénu.



Helstu áhrif á líkamann frá eldingu eru eftirtalin: Hætt er við að rafmagn frá eldingunni trufli eðlilega starfsemi hjartans, breyti tíðni hjartsláttar eða stöðvi algjörlega gang þess. Elding getur einnig skaðað taugakerfið og orsakað bólgur eða blæðingar í heila. Elding getur brennt húðina, einkum þar sem hún kemur inn í líkamann og þar sem hún fer út úr honum aftur. Um helmingur þeirra sem verða fyrir eldingu og lifa það af verða fyrir skaða á augum eða eyrum. Í einstaka tilvikum, þegar eldingin er sérlega öflug, skaðast vöðvar þegar liðbönd rifna í sundur.

Dýr í þrumuveðri eru í tvenns konar hættu. Annars vegar geta dýr sem standa upp úr umhverfinu fengið eldingu beint í sig, sem þá leiðir gegnum líkamann og niður í jörð. Önnur hætta og ef til vill minna þekkt, er að eldingu ljósti í tré eða annað nálægt dýrinu. Við það myndast spennumunur og rafsvið eftir jörðinni í kring í stefnu að eða frá trénu. Dýr sem liggur á jörðinni í þeirri stefnu fær þá mikinn rafstraum í sig og sömuleiðis hleypur straumur gegnum dýrið milli fótanna ef bilið milli þeirra er verulegt í þessa stefnu. Ferfætlingum er hættara en tvífætlingum í þrumuveðri að þessu leyti vegna þess að miklu meiri spenna verður milli fótanna ef ferfætlingurinn stendur þannig að höfuðið vísar annaðhvort frá trénu eða að því. Hættan af þessu er hins vegar lítil ef dýr stendur annað hvort á einum fæti eða bilið milli fótanna vísar hornrétt á stefnuna til trésins.

Viðbrögðin við þessum tvenns konar hættum eru ekki þau sömu. Til að varast það að fá eldingu beint í sig þarf að forðast að vera hæsti punktur í nágrenninu og því mætti jafnvel halda að það borgaði sig að leggjast flatur á jörðina. Ef aðeins eitt tré er í grenndinni er þá eins gott að leggjast þvert á stefnuna til þess. En ef trén eru fleiri sem elding gæti farið í er betra að leggjast ekki.


Besta leiðin til að forðast alvarlegan skaða af eldingu er að beygja sig niður í þessa stöðu.

Besta leiðin til að forðast alvarlegan skaða af eldingu er að beygja sig niður og vera eins nálægt jörðu og mögulegt er, án þess að leggjast, hylja eyrun, láta hælana snertast og láta fæturna eina snerta jörðina, þannig að þetta sé sem líkast því að maður stæði á einum fæti. Með þessu móti minnkar þú líkur á að eldingu slái beint í þig og ef eldingu slær niður í jörðina nálægt þér fer enginn rafstraumur af hennar völdum gegnum þig.

Eftirfarandi nemendur í heimspekiskóla í Nebraska í Bandaríkjunum unnu með Hrannari Baldurssyni kennara sínum að frumdrögum þessa svars: Tiffany Duncan, Kaycee Uribe, Sarah Boehler, Mary Clason, Rachel Lux.

Myndir:

Höfundar

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

20.6.2000

Spyrjandi

Nemendur Hrannars Baldurssonar í Nebraska

Tilvísun

Hrannar Baldursson, Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=545.

Hrannar Baldursson, Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 20. júní). Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=545

Hrannar Baldursson, Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=545>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?
Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem stendur á bersvæði. Hins vegar myndast rafspenna eftir jörðinni til dæmis kringum tré sem eldingu lýstur niður í og rafstraumur getur þá farið eftir dýri sem snýr í áttina að eða frá trénu.



Helstu áhrif á líkamann frá eldingu eru eftirtalin: Hætt er við að rafmagn frá eldingunni trufli eðlilega starfsemi hjartans, breyti tíðni hjartsláttar eða stöðvi algjörlega gang þess. Elding getur einnig skaðað taugakerfið og orsakað bólgur eða blæðingar í heila. Elding getur brennt húðina, einkum þar sem hún kemur inn í líkamann og þar sem hún fer út úr honum aftur. Um helmingur þeirra sem verða fyrir eldingu og lifa það af verða fyrir skaða á augum eða eyrum. Í einstaka tilvikum, þegar eldingin er sérlega öflug, skaðast vöðvar þegar liðbönd rifna í sundur.

Dýr í þrumuveðri eru í tvenns konar hættu. Annars vegar geta dýr sem standa upp úr umhverfinu fengið eldingu beint í sig, sem þá leiðir gegnum líkamann og niður í jörð. Önnur hætta og ef til vill minna þekkt, er að eldingu ljósti í tré eða annað nálægt dýrinu. Við það myndast spennumunur og rafsvið eftir jörðinni í kring í stefnu að eða frá trénu. Dýr sem liggur á jörðinni í þeirri stefnu fær þá mikinn rafstraum í sig og sömuleiðis hleypur straumur gegnum dýrið milli fótanna ef bilið milli þeirra er verulegt í þessa stefnu. Ferfætlingum er hættara en tvífætlingum í þrumuveðri að þessu leyti vegna þess að miklu meiri spenna verður milli fótanna ef ferfætlingurinn stendur þannig að höfuðið vísar annaðhvort frá trénu eða að því. Hættan af þessu er hins vegar lítil ef dýr stendur annað hvort á einum fæti eða bilið milli fótanna vísar hornrétt á stefnuna til trésins.

Viðbrögðin við þessum tvenns konar hættum eru ekki þau sömu. Til að varast það að fá eldingu beint í sig þarf að forðast að vera hæsti punktur í nágrenninu og því mætti jafnvel halda að það borgaði sig að leggjast flatur á jörðina. Ef aðeins eitt tré er í grenndinni er þá eins gott að leggjast þvert á stefnuna til þess. En ef trén eru fleiri sem elding gæti farið í er betra að leggjast ekki.


Besta leiðin til að forðast alvarlegan skaða af eldingu er að beygja sig niður í þessa stöðu.

Besta leiðin til að forðast alvarlegan skaða af eldingu er að beygja sig niður og vera eins nálægt jörðu og mögulegt er, án þess að leggjast, hylja eyrun, láta hælana snertast og láta fæturna eina snerta jörðina, þannig að þetta sé sem líkast því að maður stæði á einum fæti. Með þessu móti minnkar þú líkur á að eldingu slái beint í þig og ef eldingu slær niður í jörðina nálægt þér fer enginn rafstraumur af hennar völdum gegnum þig.

Eftirfarandi nemendur í heimspekiskóla í Nebraska í Bandaríkjunum unnu með Hrannari Baldurssyni kennara sínum að frumdrögum þessa svars: Tiffany Duncan, Kaycee Uribe, Sarah Boehler, Mary Clason, Rachel Lux.

Myndir:...