Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?

Emil Harðarson

Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík elding leysir úr læðingi er um 500 milljón joule eða nægileg til að valda manni verulegum skaða, eða jafnvel dauða.

Ef menn lenda í eldingum og þrumuveðri er best að flýja inn í hús eða bíl. Mörgum þykir það væntanlega skrýtið að bíllinn sé öruggur staður í þrumuveðri, en svo er víst. Það er algengur misskilningur að bíldekk einangri bílinn frá jörðu og geri hann því öruggan. Nokkrir sentimetrar af gúmmíi eru lítil mótstaða fyrir eldingu sem hefur ferðast fleiri kílómetra í lofti. Öryggi bílsins felst í því að hann er gerður úr málmi.Bíll með málmþaki er eins konar rafbúr sem oftast eru kennd við enska eðlisfræðinginn Michael Faraday (1791-1867). Bíllinn er gott rafbúr fyrir rafsegulbylgjur sem hafa hafa miklu lengri bylgjulengd en stærð glugganna á honum en það á einmitt við um eldingar. Bylgjulengd sem notuð er í farsímum er miklu minni en hæð og breidd bílglugga og þess vegna er hægt að nota slíka síma í bílum. Öðru máli gegnir um eldingar og það er því nánast hættulaust að sitja í bíl sem verður fyrir eldingu en vert er að hafa í huga nokkur ráð lendi menn í þrumuveðri í bíl.

Ef bíllinn er á ferð þegar eldingunni slær niður þá þarf fyrst að stöðva bílinn. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að drepa á honum. Öruggast er að halda sig inni í bílnum með hendur í kjöltu og bíða þar til veðrið gengur yfir. Það getur verið hættulegt að fikta í útvarpi eða slíku. Ef kviknar í bílnum þurfa menn að sjálfsögðu að koma sér út eins fljótt og auðið er. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að menn hoppi því sem næst jafnfætis út úr bílnum, ef ske kynni að einhver hleðsla sæti eftir á honum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.10.2010

Spyrjandi

Vala Halldórsdóttir

Tilvísun

Emil Harðarson. „Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?“ Vísindavefurinn, 13. október 2010. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56173.

Emil Harðarson. (2010, 13. október). Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56173

Emil Harðarson. „Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2010. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56173>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?
Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík elding leysir úr læðingi er um 500 milljón joule eða nægileg til að valda manni verulegum skaða, eða jafnvel dauða.

Ef menn lenda í eldingum og þrumuveðri er best að flýja inn í hús eða bíl. Mörgum þykir það væntanlega skrýtið að bíllinn sé öruggur staður í þrumuveðri, en svo er víst. Það er algengur misskilningur að bíldekk einangri bílinn frá jörðu og geri hann því öruggan. Nokkrir sentimetrar af gúmmíi eru lítil mótstaða fyrir eldingu sem hefur ferðast fleiri kílómetra í lofti. Öryggi bílsins felst í því að hann er gerður úr málmi.Bíll með málmþaki er eins konar rafbúr sem oftast eru kennd við enska eðlisfræðinginn Michael Faraday (1791-1867). Bíllinn er gott rafbúr fyrir rafsegulbylgjur sem hafa hafa miklu lengri bylgjulengd en stærð glugganna á honum en það á einmitt við um eldingar. Bylgjulengd sem notuð er í farsímum er miklu minni en hæð og breidd bílglugga og þess vegna er hægt að nota slíka síma í bílum. Öðru máli gegnir um eldingar og það er því nánast hættulaust að sitja í bíl sem verður fyrir eldingu en vert er að hafa í huga nokkur ráð lendi menn í þrumuveðri í bíl.

Ef bíllinn er á ferð þegar eldingunni slær niður þá þarf fyrst að stöðva bílinn. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að drepa á honum. Öruggast er að halda sig inni í bílnum með hendur í kjöltu og bíða þar til veðrið gengur yfir. Það getur verið hættulegt að fikta í útvarpi eða slíku. Ef kviknar í bílnum þurfa menn að sjálfsögðu að koma sér út eins fljótt og auðið er. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að menn hoppi því sem næst jafnfætis út úr bílnum, ef ske kynni að einhver hleðsla sæti eftir á honum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...