Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Haraldur Ólafsson og Þórður Arason

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir.

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar.

Rafhleðsla er algeng í skýjum. Ýmsar leiðir eru til að hleðsla myndist og byggjast þær á því að litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, hafa aðra rafhleðslu en þeir sem stærri eru. Það getur til dæmis orðið með þeim hætti að skýjadropar skautist við að yfirborð þeirra frjósi. Þegar dropinn frýs í gegn springa utan af honum flögur sem hafa aðra hleðslu en kjarni dropans. Í öflugu uppstreymi berast litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, auðveldlega upp á við, en stærri dropar sitja eftir eða falla jafnvel í átt til jarðar. Hraði uppstreymis er ekki alls staðar hinn sami þannig að dropar af tiltekinni stærð, og þar með hleðslu, geta fundið sér sameiginlegan dvalarstað þar sem þeirra eigin fallhraði vegur á móti uppstreyminu. Hleðslan á svæðinu ákvarðast síðan af þeim dropum sem þar eru.

Rafhleðsla verður mest í svokölluðum skúraskýjum eða éljaklökkum. Þar er uppstreymi mest og ör dropamyndun. Skúraský eða éljaklakkar verða til í mjög óstöðugu lofti, þar sem kalt er ofarlega í veðrahvolfinu, en tiltölulega hlýtt niðri við yfirborð. Heitt yfirborð jarðar, hlýr sjór eða sólvermd jörð, eykur enn á óstöðugleikann svo að háreistir skýjaturnar geta vaxið upp á skömmum tíma.

Á Íslandi eru þrumuveður mun algengari sunnanlands en norðan. Á svæði frá Snæfellsnesi suður og austur að Hornafirði eru að jafnaði 1-4 þrumudagar á ári, en heldur fleiri undir fjalllendinu syðst á landinu. Á Norðurlandi verður ekki vart við þrumur nema annað hvert ár að jafnaði. Að vetrarlagi verða þrumur helst í köldum og mjög óstöðugum loftmassa sem kemur úr suðvestri og hefur blásið yfir tiltölulega hlýjan sjó. Þrumuveður af þeirri gerð geta staðið yfir í 1-2 sólarhringa. Á sumrin verða þrumur helst í tengslum við hitaskúrir sem myndast síðdegis á heitum dögum yfir landi. Þrumuveður af þeirri gerð standa yfirleitt stutt yfir, oft ekki nema um klukkustund.

Á Íslandi eru þrumuveður mun algengari sunnanlands en norðan.

Mælingar á eldingum á Íslandi eru nú gerðar með sjálfvirku athuganakerfi. Frá því að þær athuganir hófust hefur komið í ljós að um helmingur eldinga milli yfirborðs jarðar og skýja verður þegar ský er jákvætt hlaðið. Þetta er mun hærra hlutfall en á suðlægari slóðum, þar sem algengast er að elding hlaupi úr neikvætt hlöðnu skýi. Straumur í eldingum úr jákvætt hlöðnu skýi er meiri en ef hleðslan er á hinn veginn og er því straumstyrkur eldinga á Íslandi að jafnaði meiri en til dæmis yfir meginlöndum Evrópu og Ameríku.

Fræðast má um eldingamælingar á Íslandi á vef Veðurstofunnar. Þar má líka sjá stöðugleika- og þrumuspár sem unnar eru með gögnum frá frönsku veðurstofunni. Stöðugleikakortin geta menn einnig notað til að gera sínar eigin skúraspár.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundar

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Þórður Arason

jarðeðlisfræðingur við Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

18.4.2000

Síðast uppfært

18.7.2019

Spyrjandi

Dagur Hilmarsson, f. 1986

Tilvísun

Haraldur Ólafsson og Þórður Arason. „Hvernig myndast þrumur og eldingar?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=347.

Haraldur Ólafsson og Þórður Arason. (2000, 18. apríl). Hvernig myndast þrumur og eldingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=347

Haraldur Ólafsson og Þórður Arason. „Hvernig myndast þrumur og eldingar?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=347>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast þrumur og eldingar?
Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir.

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar.

Rafhleðsla er algeng í skýjum. Ýmsar leiðir eru til að hleðsla myndist og byggjast þær á því að litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, hafa aðra rafhleðslu en þeir sem stærri eru. Það getur til dæmis orðið með þeim hætti að skýjadropar skautist við að yfirborð þeirra frjósi. Þegar dropinn frýs í gegn springa utan af honum flögur sem hafa aðra hleðslu en kjarni dropans. Í öflugu uppstreymi berast litlir dropar, frosnir eða ófrosnir, auðveldlega upp á við, en stærri dropar sitja eftir eða falla jafnvel í átt til jarðar. Hraði uppstreymis er ekki alls staðar hinn sami þannig að dropar af tiltekinni stærð, og þar með hleðslu, geta fundið sér sameiginlegan dvalarstað þar sem þeirra eigin fallhraði vegur á móti uppstreyminu. Hleðslan á svæðinu ákvarðast síðan af þeim dropum sem þar eru.

Rafhleðsla verður mest í svokölluðum skúraskýjum eða éljaklökkum. Þar er uppstreymi mest og ör dropamyndun. Skúraský eða éljaklakkar verða til í mjög óstöðugu lofti, þar sem kalt er ofarlega í veðrahvolfinu, en tiltölulega hlýtt niðri við yfirborð. Heitt yfirborð jarðar, hlýr sjór eða sólvermd jörð, eykur enn á óstöðugleikann svo að háreistir skýjaturnar geta vaxið upp á skömmum tíma.

Á Íslandi eru þrumuveður mun algengari sunnanlands en norðan. Á svæði frá Snæfellsnesi suður og austur að Hornafirði eru að jafnaði 1-4 þrumudagar á ári, en heldur fleiri undir fjalllendinu syðst á landinu. Á Norðurlandi verður ekki vart við þrumur nema annað hvert ár að jafnaði. Að vetrarlagi verða þrumur helst í köldum og mjög óstöðugum loftmassa sem kemur úr suðvestri og hefur blásið yfir tiltölulega hlýjan sjó. Þrumuveður af þeirri gerð geta staðið yfir í 1-2 sólarhringa. Á sumrin verða þrumur helst í tengslum við hitaskúrir sem myndast síðdegis á heitum dögum yfir landi. Þrumuveður af þeirri gerð standa yfirleitt stutt yfir, oft ekki nema um klukkustund.

Á Íslandi eru þrumuveður mun algengari sunnanlands en norðan.

Mælingar á eldingum á Íslandi eru nú gerðar með sjálfvirku athuganakerfi. Frá því að þær athuganir hófust hefur komið í ljós að um helmingur eldinga milli yfirborðs jarðar og skýja verður þegar ský er jákvætt hlaðið. Þetta er mun hærra hlutfall en á suðlægari slóðum, þar sem algengast er að elding hlaupi úr neikvætt hlöðnu skýi. Straumur í eldingum úr jákvætt hlöðnu skýi er meiri en ef hleðslan er á hinn veginn og er því straumstyrkur eldinga á Íslandi að jafnaði meiri en til dæmis yfir meginlöndum Evrópu og Ameríku.

Fræðast má um eldingamælingar á Íslandi á vef Veðurstofunnar. Þar má líka sjá stöðugleika- og þrumuspár sem unnar eru með gögnum frá frönsku veðurstofunni. Stöðugleikakortin geta menn einnig notað til að gera sínar eigin skúraspár.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...