Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er mikill straumur í einni eldingu?

Þorsteinn Vilhjálmsson, Ögmundur Jónsson og Hildur Guðmundsdóttir

Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið verður þá skyndilega leiðandi, rafstraumurinn leitar á milli skýja eða til jarðar og elding kviknar.

Í venjulegu veðri er 200-500 þúsund volta rafspenna milli yfirborðs jarðar og jónahvolfsins sökum rafhleðslu í hinu síðarnefnda. Talið er að hún stafi af hleðsluflutningnum sem verður í eldingum, en þekking á einstökum atriðum þessa ferlis er ófullkomin og menn eru ekki á eitt sáttir um alla hluti. Þess vegna verður því miður að taka tölum og slíkum atriðum í þessu svari með nokkrum fyrirvara.

Rafspennan milli jarðar og jónahvolfs veldur stöðugum jafnstraumi til jarðar í venjulegu veðri og hann getur orðið um $2\cdot 10^{-12}$ (tveir billjónustu) amper á fermetra. Þetta er örsmá tala ef miðað er við að venjuleg 60 vatta ljósapera tekur 1/4 úr amperi. Mælingar benda til þess að straumurinn í venjulegu þrumuveðri sé að meðaltali 1 amper meðan veðrið stendur yfir. Samkvæmt því þurfa 1-2 þúsund slík veður að standa yfir á hverjum tíma á mismunandi stöðum á jörðinni.

Eftir fyrsta straumhöggið rofnar rafstraumurinn í eldingunni en loftið á leið hennar er áfram leiðandi og önnur högg leita í kjölfarið eftir örskamma stund (þau teljast samt til sömu eldingar). Í hverri eldingu eru nokkur slík straumhögg, að meðaltali fjögur. Lengd eldingablossans og tíminn sem hann tekur er mismunandi en dæmigert meðalgildi á tímalengdinni er 30 míkrósekúndur eða 30 milljónustu hlutar úr sekúndu. Hámarksafköst í straumhögginu eru oft um $10^{12}$ vött þannig að straumurinn getur þá orðið milljónir ampera í örstutta stund.

Mikinn fróðleik um eldingar er að finna á vefsetrinu Lightning and Atmospheric Electricity Research at the GHCC (Global Hydrology and Climate Center).

Hægt er að fylgjast með eldingum kringum Ísland á eldingavefsíðu Veðurstofunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

1.11.2005

Spyrjandi

Vilborg Hlöðversdóttir, f. 1985

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson, Ögmundur Jónsson og Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er mikill straumur í einni eldingu?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5371.

Þorsteinn Vilhjálmsson, Ögmundur Jónsson og Hildur Guðmundsdóttir. (2005, 1. nóvember). Hvað er mikill straumur í einni eldingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5371

Þorsteinn Vilhjálmsson, Ögmundur Jónsson og Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er mikill straumur í einni eldingu?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5371>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mikill straumur í einni eldingu?
Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið verður þá skyndilega leiðandi, rafstraumurinn leitar á milli skýja eða til jarðar og elding kviknar.

Í venjulegu veðri er 200-500 þúsund volta rafspenna milli yfirborðs jarðar og jónahvolfsins sökum rafhleðslu í hinu síðarnefnda. Talið er að hún stafi af hleðsluflutningnum sem verður í eldingum, en þekking á einstökum atriðum þessa ferlis er ófullkomin og menn eru ekki á eitt sáttir um alla hluti. Þess vegna verður því miður að taka tölum og slíkum atriðum í þessu svari með nokkrum fyrirvara.

Rafspennan milli jarðar og jónahvolfs veldur stöðugum jafnstraumi til jarðar í venjulegu veðri og hann getur orðið um $2\cdot 10^{-12}$ (tveir billjónustu) amper á fermetra. Þetta er örsmá tala ef miðað er við að venjuleg 60 vatta ljósapera tekur 1/4 úr amperi. Mælingar benda til þess að straumurinn í venjulegu þrumuveðri sé að meðaltali 1 amper meðan veðrið stendur yfir. Samkvæmt því þurfa 1-2 þúsund slík veður að standa yfir á hverjum tíma á mismunandi stöðum á jörðinni.

Eftir fyrsta straumhöggið rofnar rafstraumurinn í eldingunni en loftið á leið hennar er áfram leiðandi og önnur högg leita í kjölfarið eftir örskamma stund (þau teljast samt til sömu eldingar). Í hverri eldingu eru nokkur slík straumhögg, að meðaltali fjögur. Lengd eldingablossans og tíminn sem hann tekur er mismunandi en dæmigert meðalgildi á tímalengdinni er 30 míkrósekúndur eða 30 milljónustu hlutar úr sekúndu. Hámarksafköst í straumhögginu eru oft um $10^{12}$ vött þannig að straumurinn getur þá orðið milljónir ampera í örstutta stund.

Mikinn fróðleik um eldingar er að finna á vefsetrinu Lightning and Atmospheric Electricity Research at the GHCC (Global Hydrology and Climate Center).

Hægt er að fylgjast með eldingum kringum Ísland á eldingavefsíðu Veðurstofunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...