Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Jón Tómas Guðmundsson

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (1736-1806). Eitt coulomb (1 C) er heildarhleðsla 6,242∙1018 rafeinda; ein rafeind hefur því hleðsluna 1,6∙10-19 C.

Aðdráttakraftur ríkir á milli jákvæðrar og neikvæðrar hleðslu. Tiltekna orku þarf að leggja fram í formi vinnu, til að yfirvinna kraftinn og færa hleðslurnar frá hvor annarri gefna vegalengd. Andstæðar hleðslur búa því yfir tiltekinni stöðuorku vegna fjarlægðarinnar á milli þeirra. Mismunur í stöðuorku fyrir hverja hleðslu er mættismunur eða spenna sem ritað er

\[V = \frac{W}{Q}\]þar sem W er orka og Q er hleðsla. Einingin fyrir spennu er volt og er oftast táknuð með V (stundum U) eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta (1745-1827). Eitt volt er mættismunurinn (spennan) milli tveggja punkta þegar eitt joule af orku er notað til að flytja eitt coulomb af hleðslu frá öðrum punktinum til hins.

Spennan er drifkrafturinn í rafrásum og er það sem veldur straum. Spennan gefur orku til rafeinda sem gerir þeim kleift að ferðast um rásir. Þetta ferðalag rafeindanna er nefnt straumur, sem leiðir til þess að vinna er framkvæmd í rafrás.

Rafstraumur (I) er flæði hleðsla á tímaeiningu\[I = \frac{Q}{t}\]og er mældur í amper og táknaður með A. Eitt amper (1 A) er straumurinn þegar 6,242∙1018 rafeindir sem hafa heidarhleðsluna eitt coulomb (1 C) reka um tiltekið þverskurðarflatarmál á einni sekúndu (1 s). Einingin fyrir straum er nefnd eftir franska stærð- og eðlisfræðingnum André Marie Ampére (1775-1836).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningarnar hljóðuðu upprunalega svona:

Hvað er amper? Hvað er volt? Hvað er eitt volt?

Höfundur

fyrrum prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.7.2010

Spyrjandi

Helgi Ólafsson, f. 1995; Styrkár Þóroddsson, f. 1995; Viktoría Jóhannsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Tómas Guðmundsson. „Hvernig eru volt og amper skilgreind?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2010, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56712.

Jón Tómas Guðmundsson. (2010, 28. júlí). Hvernig eru volt og amper skilgreind? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56712

Jón Tómas Guðmundsson. „Hvernig eru volt og amper skilgreind?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2010. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56712>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru volt og amper skilgreind?
Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (1736-1806). Eitt coulomb (1 C) er heildarhleðsla 6,242∙1018 rafeinda; ein rafeind hefur því hleðsluna 1,6∙10-19 C.

Aðdráttakraftur ríkir á milli jákvæðrar og neikvæðrar hleðslu. Tiltekna orku þarf að leggja fram í formi vinnu, til að yfirvinna kraftinn og færa hleðslurnar frá hvor annarri gefna vegalengd. Andstæðar hleðslur búa því yfir tiltekinni stöðuorku vegna fjarlægðarinnar á milli þeirra. Mismunur í stöðuorku fyrir hverja hleðslu er mættismunur eða spenna sem ritað er

\[V = \frac{W}{Q}\]þar sem W er orka og Q er hleðsla. Einingin fyrir spennu er volt og er oftast táknuð með V (stundum U) eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta (1745-1827). Eitt volt er mættismunurinn (spennan) milli tveggja punkta þegar eitt joule af orku er notað til að flytja eitt coulomb af hleðslu frá öðrum punktinum til hins.

Spennan er drifkrafturinn í rafrásum og er það sem veldur straum. Spennan gefur orku til rafeinda sem gerir þeim kleift að ferðast um rásir. Þetta ferðalag rafeindanna er nefnt straumur, sem leiðir til þess að vinna er framkvæmd í rafrás.

Rafstraumur (I) er flæði hleðsla á tímaeiningu\[I = \frac{Q}{t}\]og er mældur í amper og táknaður með A. Eitt amper (1 A) er straumurinn þegar 6,242∙1018 rafeindir sem hafa heidarhleðsluna eitt coulomb (1 C) reka um tiltekið þverskurðarflatarmál á einni sekúndu (1 s). Einingin fyrir straum er nefnd eftir franska stærð- og eðlisfræðingnum André Marie Ampére (1775-1836).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningarnar hljóðuðu upprunalega svona:

Hvað er amper? Hvað er volt? Hvað er eitt volt?
...