Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu verið skaðvaldar. Það er aðallega út frá umhverfissjónarmiðum sem menn aðhyllast lífræna ræktun. Minni notkun eiturefna og tilbúinna efna leiðir til umhverfisvænni ræktunar.

Varðandi næringarefnainnihald í lífrænt ræktuðu grænmeti og grænmeti sem ræktað er á hefðbundinn hátt, þá ber rannsóknum ekki saman. Sumar rannsóknir benda til að magn lífsnauðsynlegra næringarefna sé meira í lífrænt ræktuðu og stundum snýst þetta við. Það er því ekki hægt að segja sem svo að lífrænt ræktað grænmeti innihaldi meira af lífsnauðsynlegum næringarefnum en annað grænmeti. Næringarefnainnihald í grænmeti er að jafnaði mjög breytilegt. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að meira sé af sykrum í lífrænt ræktuðu grænmeti og er þá lengri vaxtartími talinn hugsanleg ástæða.

Nýlega var gerð úttekt á lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi og kom það mjög vel út hvað varðar útlit og bragð, en ekki var teljandi munur á næringarefnainnihaldi í lífrænt ræktuðu grænmeti og venjulegu grænmeti.

Í nýlegri erlendri yfirlitsgrein eru gæði lífrænt ræktaðs og hefðbundins grænmetis borin saman. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að venjulega sé talsvert minna nítrat í lífrænt ræktuðu grænmeti en því hefðbundna. Nítrat er efni sem hefur sýnt sig geta valdið magakrabbameini. Nítrat í lífrænt ræktuðum íslenskum kartöflum og tómötum var ekki áberandi frábrugðið því sem mældist fyrir hefðbundið grænmeti. Aftur á móti var greinilega minna nítrat í lífrænt ræktuðum gúrkum en þeim hefðbundnu.

Lífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reita arfa. Vaxtarhraðinn er síðan ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaeiningu sem orsakar hærra verð.

Höfundur

Ingibjörg Gunnarsdóttir

prófessor í næringarfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.2.2000

Spyrjandi

Hólmfríður Bragadóttir

Tilvísun

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=165.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 29. febrúar). Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=165

Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?
Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu verið skaðvaldar. Það er aðallega út frá umhverfissjónarmiðum sem menn aðhyllast lífræna ræktun. Minni notkun eiturefna og tilbúinna efna leiðir til umhverfisvænni ræktunar.

Varðandi næringarefnainnihald í lífrænt ræktuðu grænmeti og grænmeti sem ræktað er á hefðbundinn hátt, þá ber rannsóknum ekki saman. Sumar rannsóknir benda til að magn lífsnauðsynlegra næringarefna sé meira í lífrænt ræktuðu og stundum snýst þetta við. Það er því ekki hægt að segja sem svo að lífrænt ræktað grænmeti innihaldi meira af lífsnauðsynlegum næringarefnum en annað grænmeti. Næringarefnainnihald í grænmeti er að jafnaði mjög breytilegt. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að meira sé af sykrum í lífrænt ræktuðu grænmeti og er þá lengri vaxtartími talinn hugsanleg ástæða.

Nýlega var gerð úttekt á lífrænt ræktuðu grænmeti á Íslandi og kom það mjög vel út hvað varðar útlit og bragð, en ekki var teljandi munur á næringarefnainnihaldi í lífrænt ræktuðu grænmeti og venjulegu grænmeti.

Í nýlegri erlendri yfirlitsgrein eru gæði lífrænt ræktaðs og hefðbundins grænmetis borin saman. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að venjulega sé talsvert minna nítrat í lífrænt ræktuðu grænmeti en því hefðbundna. Nítrat er efni sem hefur sýnt sig geta valdið magakrabbameini. Nítrat í lífrænt ræktuðum íslenskum kartöflum og tómötum var ekki áberandi frábrugðið því sem mældist fyrir hefðbundið grænmeti. Aftur á móti var greinilega minna nítrat í lífrænt ræktuðum gúrkum en þeim hefðbundnu.

Lífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reita arfa. Vaxtarhraðinn er síðan ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaeiningu sem orsakar hærra verð....