Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Jón Már Halldórsson

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu.

Náttúrulegir gullfiskar eru ekki gylltir heldur er algengast að þeir séu grænbrúnir og steingráir. Breytileiki í lit gullfiska er þó mikill og átti það sinn þátt í að menn fóru að rækta upp hin ólíku litarafbrigði meðal þeirra. Talið er að Kínverjar hafi fyrstir manna farið að halda gullfiska í tjörnum sér til yndisauka, líklega ekki seinna en á valdatíma Sung ættarinnar (960 - 1279).

Margra alda kerfisbundin ræktun hefur nú skapað meira en 120 ólík afbrigði gullfiska sem hægt er að kaupa í gæludýraverslunum um allan heim. Þessi mikli breytileiki gullfiska nær ekki aðeins til litafars heldur líka til líkamslögunar þeirra.

Víða um heim hafa gullfiskar sloppið úr garðtjörnum og pollum og tekið upp hið gamla villta líferni. Það sem er merkilegt í því sambandi er að þessi ræktunarafbrigði hafa smám saman tekið upp gamla litarfarið og stækkað upp í náttúrulega stærð sem getur verið allt að 30 cm. Gullfiskar í búrum og tjörnum eru hins vegar venjulega aðeins 5-10 cm á lengd. Augljóst er að hið sterka náttúruval er hér að verki.

Gullfiskar eru alætur. Þeir éta þörunga, ferskvatnsplöntur, ýmis smádýr, svo sem krabbadýr og ýmsar skordýralirfur, til dæmis lirfu moskítóflugunnar.

Mynd: U.S. Geological Survey

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.6.2001

Spyrjandi

Ingi Þór, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2001, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1684.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. júní). Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1684

Jón Már Halldórsson. „Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2001. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?
Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu.

Náttúrulegir gullfiskar eru ekki gylltir heldur er algengast að þeir séu grænbrúnir og steingráir. Breytileiki í lit gullfiska er þó mikill og átti það sinn þátt í að menn fóru að rækta upp hin ólíku litarafbrigði meðal þeirra. Talið er að Kínverjar hafi fyrstir manna farið að halda gullfiska í tjörnum sér til yndisauka, líklega ekki seinna en á valdatíma Sung ættarinnar (960 - 1279).

Margra alda kerfisbundin ræktun hefur nú skapað meira en 120 ólík afbrigði gullfiska sem hægt er að kaupa í gæludýraverslunum um allan heim. Þessi mikli breytileiki gullfiska nær ekki aðeins til litafars heldur líka til líkamslögunar þeirra.

Víða um heim hafa gullfiskar sloppið úr garðtjörnum og pollum og tekið upp hið gamla villta líferni. Það sem er merkilegt í því sambandi er að þessi ræktunarafbrigði hafa smám saman tekið upp gamla litarfarið og stækkað upp í náttúrulega stærð sem getur verið allt að 30 cm. Gullfiskar í búrum og tjörnum eru hins vegar venjulega aðeins 5-10 cm á lengd. Augljóst er að hið sterka náttúruval er hér að verki.

Gullfiskar eru alætur. Þeir éta þörunga, ferskvatnsplöntur, ýmis smádýr, svo sem krabbadýr og ýmsar skordýralirfur, til dæmis lirfu moskítóflugunnar.

Mynd: U.S. Geological Survey ...