Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 131 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvaða munur er á vistvænni ræktun grænmetis og lífrænni ræktun?

Í sem stystu máli er munurinn á vistvænni og lífrænni ræktun grænmetis sá að í lífrænni ræktun er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð eða hefðbundin eiturefni á meðan vistvæn ræktun er í raun venjulegur búskapur og leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Má segja að vistvænn búskapur sé gæðastýrður hef...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?

Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða nytjajurtir ræktuðu landsmenn frá landnámi fram til 20. aldar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða grænmeti & ávextir voru ræktuð hér (ef einhver) í það heila fyrir 20. öldina? Voru t.d. einhver grænmeti og/eða ávextir ræktuð hér á víkingaöld? Gera má ráð fyrir að landnemar hafi reynt að rækta nytjajurtir sem þeir könnuðust við. Í Skandinavíu og Bretlandseyjum var garð...

category-iconLögfræði

Má rækta tóbak á Íslandi?

Íslenska ríkið hefur einkaleyfi á innflutningi á tóbaki og áfengi hér á Íslandi samkvæmt lögum nr. 63/1969. Í 2. mgr. 2. gr. þessara laga stendur: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal einni heimil starfræksla tóbaksgerðar.” Þá er komið að því sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi; hvað telst tóbaksgerð? Ef...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...

category-iconLífvísindi: almennt

Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til?

Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu ár...

category-iconUnga fólkið svarar

Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?

Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eitthvað um lífrænan landbúnað á Íslandi?

Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður lengi hér á landi. Í dag eru um 40 aðilar með staðfesta vottun á því að þeir séu með lífrænan landbúnað og er fjölbreytileiki afurða frá þessum framleiðendum og vinnslustöðvum mjög mikill. Stærstur hluti íslenskra bænda framleiðir sínar afurðir í sátt við umhverfi sitt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?

Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?

Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...

category-iconNæringarfræði

Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?

Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Shih Tzu hundinn?

Hundar af Shih Tzu ræktunarafbrigðinu eru komnir af peking-hundinum og tíbetsku afbrigði sem nefnist Lhasa apsoo. Shih Tzu hundar komu fyrst fram í Tíbet og eru nú meðal vinsælustu dekurhunda á Vesturlöndum. Í Kína kallast hundar af þessu afbrigði Shih Tzu kou sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem ljónahundur...

category-iconNæringarfræði

Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld? Er eitthvað sem ber að varast? Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S...

Fleiri niðurstöður