Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 22:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:26 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:56 • Síðdegis: 16:54 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka samspil fóðuryrkja og ýmissa umhverfisþátta til þess að tryggja örugga ræktun og góðan heyfeng. Mikilvægasta fóðurgrasið hér á landi er vallarfoxgras og í góðu samstarfi við grasakynbótamenn á Norðurlöndunum var sett á markað vallarfoxgrasyrkið Snorri sem er vetrarþolið og hefur nýst bændum vel á undanförnum árum.

Áslaug hefur einnig lagt mikla áherslu á að rannsaka fóðurbelgjurtir, einkum rauðsmára og hvítsmára. Fóðurbelgjurtir eru þeim kostum búnar að nema nitur úr andrúmsloftinu í samlífi við rótarhnýðisbakteríur og geta því framleitt prótínríkt fóður við tiltölulega lága skammta af tilbúnum nituráburði.

Áslaug Helgadóttir hefur varið stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir á ræktun og kynbótum fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað.

Áslaug hefur verið virk í evrópsku samstarfi vísindamanna á þessu sviði. Hún var meðal annars stjórnarformaður tengslanets evrópskra vísindamanna sem kannaði sérstaklega ávinning af því að rækta smárablöndur í stað hreinna grastegunda í túnum bænda í Evrópu. Niðurstöður úr verkefninu hafa birst í fjölda vísindagreina. Í ljós hefur komið að auka má uppskeru og draga úr ásókn illgresis í túnrækt með því að velja saman fóðurtegundir sem vinna vel saman og geta leyst hver aðra af hólmi í ræktunarkerfum sem eru að öðru leyti hönnuð til þess að draga úr notkun á tilbúnum nituráburði. Rannsóknahópurinn ályktaði að þessar skýru niðurstöður, bæði hvað varðar illgresisvörn og bættan heyfeng við minni áburðargjöf, skiptu miklu máli til þess að auka sjálfbærni landbúnaðar, en ekki síður að þær eigi fullt erindi til bænda, eins og dæmin sanna víða í Evrópu, meðal annars hér á landi. Áslaug hefur einnig látið til sín taka í norrænu samstarfi. Hún stýrði meðal annars kynbótaverkefnum á sviði fóðurgrasa og fóðurbelgjurta fyrir norðurslóðir Norðurlandanna um árabil, sat í stjórn Norræna genabankans frá 1998 og var þar stjórnarformaður 1999-2002 og aftur 2010-2013.

Áslaug fæddist 1953 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973. Hún lauk BSA-prófi í landbúnaðarfræðum með áherslu á jarðrækt frá Manitóba-háskóla í Kanada 1976 og doktorsprófi í erfðavistfræði grasa frá Reading-háskóla í Englandi 1982. Hún varð sérfræðingur í plöntuerfðafræði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1986, deildarstjóri jarðræktardeildar 1992 og aðstoðarforstjóri 2001. Við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands 2005 var hún skipuð prófessor og varð aðstoðarrektor rannsókna til ársloka 2015. Hún var jafnframt deildarforseti auðlindadeildar 2005-2010. Hún lauk störfum hjá Landbúnaðarháskólanum í desember 2016 og tók við starfi gæðastjóra við Háskóla Íslands í upphafi árs 2017.

Mynd:

Útgáfudagur

18.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2018. Sótt 29. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=75029.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75029

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2018. Vefsíða. 29. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75029>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?
Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka samspil fóðuryrkja og ýmissa umhverfisþátta til þess að tryggja örugga ræktun og góðan heyfeng. Mikilvægasta fóðurgrasið hér á landi er vallarfoxgras og í góðu samstarfi við grasakynbótamenn á Norðurlöndunum var sett á markað vallarfoxgrasyrkið Snorri sem er vetrarþolið og hefur nýst bændum vel á undanförnum árum.

Áslaug hefur einnig lagt mikla áherslu á að rannsaka fóðurbelgjurtir, einkum rauðsmára og hvítsmára. Fóðurbelgjurtir eru þeim kostum búnar að nema nitur úr andrúmsloftinu í samlífi við rótarhnýðisbakteríur og geta því framleitt prótínríkt fóður við tiltölulega lága skammta af tilbúnum nituráburði.

Áslaug Helgadóttir hefur varið stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir á ræktun og kynbótum fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað.

Áslaug hefur verið virk í evrópsku samstarfi vísindamanna á þessu sviði. Hún var meðal annars stjórnarformaður tengslanets evrópskra vísindamanna sem kannaði sérstaklega ávinning af því að rækta smárablöndur í stað hreinna grastegunda í túnum bænda í Evrópu. Niðurstöður úr verkefninu hafa birst í fjölda vísindagreina. Í ljós hefur komið að auka má uppskeru og draga úr ásókn illgresis í túnrækt með því að velja saman fóðurtegundir sem vinna vel saman og geta leyst hver aðra af hólmi í ræktunarkerfum sem eru að öðru leyti hönnuð til þess að draga úr notkun á tilbúnum nituráburði. Rannsóknahópurinn ályktaði að þessar skýru niðurstöður, bæði hvað varðar illgresisvörn og bættan heyfeng við minni áburðargjöf, skiptu miklu máli til þess að auka sjálfbærni landbúnaðar, en ekki síður að þær eigi fullt erindi til bænda, eins og dæmin sanna víða í Evrópu, meðal annars hér á landi. Áslaug hefur einnig látið til sín taka í norrænu samstarfi. Hún stýrði meðal annars kynbótaverkefnum á sviði fóðurgrasa og fóðurbelgjurta fyrir norðurslóðir Norðurlandanna um árabil, sat í stjórn Norræna genabankans frá 1998 og var þar stjórnarformaður 1999-2002 og aftur 2010-2013.

Áslaug fæddist 1953 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973. Hún lauk BSA-prófi í landbúnaðarfræðum með áherslu á jarðrækt frá Manitóba-háskóla í Kanada 1976 og doktorsprófi í erfðavistfræði grasa frá Reading-háskóla í Englandi 1982. Hún varð sérfræðingur í plöntuerfðafræði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1986, deildarstjóri jarðræktardeildar 1992 og aðstoðarforstjóri 2001. Við stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands 2005 var hún skipuð prófessor og varð aðstoðarrektor rannsókna til ársloka 2015. Hún var jafnframt deildarforseti auðlindadeildar 2005-2010. Hún lauk störfum hjá Landbúnaðarháskólanum í desember 2016 og tók við starfi gæðastjóra við Háskóla Íslands í upphafi árs 2017.

Mynd:

...