Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver er NEP-stefnan?

Gylfi Magnússon

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928.

Sovétríkin höfðu fylgt efnahagsstefnu frá 1918 til 1921 sem byggði á mikilli miðstýringu efnahagslífsins. Blátt bann var lagt við öllu einkaframtaki. Þessi stefna olli miklum þrengingum og í mars 1921 var samþykkt að taka upp nýja stefnu, þá sem oft er kölluð NEP. Helsta breytingin var að nú fengu einkaaðilar að reka ýmis smáfyrirtæki, svo sem bændabýli, verslanir og lítil iðnfyrirtæki. Ríkið hélt áfram um stjórnartaumana í stærri fyrirtækjum, sá um samgöngukerfið, utanríkisviðskipti, rekstur fjármálakerfisins og fleira.

NEP-stefnan gekk að flestu leyti skár en sú stefna sem áður hafði verið fylgt. Þó áttu Sovétmenn í miklum vandræðum með að brauðfæða íbúa sína, einkum þann fjölda sem bjó í þéttbýli. Árið 1928 var reynt að bregðast við þeim vandræðum með því að þjóðnýta landbúnað Sovétríkjanna og koma upp kerfi samyrkjubúa. Það markaði endalok NEP-stefnunnar. Árið 1931 tók ríkið svo aftur við stjórnartaumunum í öðrum einkafyrirtækjum.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.6.2001

Spyrjandi

Kristinn Viðarsson, f. 1985

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er NEP-stefnan?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1700.

Gylfi Magnússon. (2001, 13. júní). Hver er NEP-stefnan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1700

Gylfi Magnússon. „Hver er NEP-stefnan?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er NEP-stefnan?
NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928.

Sovétríkin höfðu fylgt efnahagsstefnu frá 1918 til 1921 sem byggði á mikilli miðstýringu efnahagslífsins. Blátt bann var lagt við öllu einkaframtaki. Þessi stefna olli miklum þrengingum og í mars 1921 var samþykkt að taka upp nýja stefnu, þá sem oft er kölluð NEP. Helsta breytingin var að nú fengu einkaaðilar að reka ýmis smáfyrirtæki, svo sem bændabýli, verslanir og lítil iðnfyrirtæki. Ríkið hélt áfram um stjórnartaumana í stærri fyrirtækjum, sá um samgöngukerfið, utanríkisviðskipti, rekstur fjármálakerfisins og fleira.

NEP-stefnan gekk að flestu leyti skár en sú stefna sem áður hafði verið fylgt. Þó áttu Sovétmenn í miklum vandræðum með að brauðfæða íbúa sína, einkum þann fjölda sem bjó í þéttbýli. Árið 1928 var reynt að bregðast við þeim vandræðum með því að þjóðnýta landbúnað Sovétríkjanna og koma upp kerfi samyrkjubúa. Það markaði endalok NEP-stefnunnar. Árið 1931 tók ríkið svo aftur við stjórnartaumunum í öðrum einkafyrirtækjum.

Mynd:...