Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?

ÞV

Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi.

Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum reglum. Í rauninni má segja að þá hafi menn verið að athuga eitt atriði í erfðaefninu eins og það er tjáð í lífverunni (manninum) en núna geta menn athugað mörg slík atriði í senn.

Það sem hér hefur verið sagt um faðernispróf á við um móðernispróf á sama hátt og í sama mæli. Þörfin fyrir slík próf getur komið upp á ýmsan hátt nú á dögum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.6.2001

Spyrjandi

Þórey Pétursdóttir

Tilvísun

ÞV. „Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2001, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1702.

ÞV. (2001, 14. júní). Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1702

ÞV. „Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2001. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1702>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Koma eineggja tvíburar eins út í faðernisprófi?
Erfðaefni eða DNA eineggja tvíbura er eins. Faðernispróf nútímans byggjast á því að rannsaka erfðaefnið. Eineggja tvíburar koma því eins út á slíku faðernisprófi.

Þetta á líka við um faðernispróf sem gerð voru fyrr á árum. Þá voru einkum notaðar blóðflokkar í slíkum prófum en þeir ganga í arf eftir einföldum reglum. Í rauninni má segja að þá hafi menn verið að athuga eitt atriði í erfðaefninu eins og það er tjáð í lífverunni (manninum) en núna geta menn athugað mörg slík atriði í senn.

Það sem hér hefur verið sagt um faðernispróf á við um móðernispróf á sama hátt og í sama mæli. Þörfin fyrir slík próf getur komið upp á ýmsan hátt nú á dögum. ...