Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:
  1. Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.

  2. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.

Eins og sjá má er ekkert tekið fram um það með hvaða hætti fólki sé frjálst að ferðast. Hvergi í Mannréttindayfirlýsingunni er getið um bíla eða önnur ökutæki. Í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (12. gr) og Lögum um mannréttindasáttmála Evrópu (samningsviðauka nr. 4, 2. gr.) eru ákvæði um ferðafrelsi, sambærileg því sem lýst er hér að ofan, en hvergi minnst á rétt til stjórnunar ökutækja. Það sem spyrjanda hefur verið sagt, að ökuréttindi væru talin til mannréttinda, er því ekki satt.

Nú gæti kannski einhver sagt að í krafti ferðafrelsis ættu allir að fá að aka bíl og ökuréttindi séu því mannréttindi þótt það sé ekki sérstaklega tekið fram. Í því sambandi má benda á að réttindi hvers og eins hljóta alltaf að takmarkast af réttindum annarra, eins og Atli Harðarson skýrir í svari við spurningunni Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál í ríki þar sem málfrelsi ríkir? Hef ég ekki leyfi til að segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið? Ferðafrelsi einstaklings hlýtur að enda þar sem það fer að ógna lífi og heilsu annarra.

Vegna þessa þykir rétt að takmarka rétt fólks til að stjórna ökutæki ef ætla má að því sé ekki treystandi til að gera það án þess að öðrum stafi hætta af, til dæmis ef það er undir áhrifum vímugjafa, ef það er of ungt til að líklegt sé að það geti haft vald á bifreið, ef það hefur aldrei lært að aka bíl eða ef það hefur sýnt vítavert gáleysi við akstur eða brotið þær reglur sem um hann gilda, til dæmis með ölvunarakstri. Í raun er það meginregla um allan heim að veita fólki ekki ökuréttindi nema það hafi fyrst sýnt fram á að það sé líklegt til að geta með þau farið, samanber þetta svar eftir Magnús Viðar Skúlason. Þessi meginregla hlýtur að koma til af því að mikilvægt þykir að vernda hagsmuni þeirra er kunna að verða á vegi bílstjórans.

Því má segja að frá sjónarmiði frelsis og mannréttinda eigi ökuleyfissvipting rétt á sér af svipaðri ástæðu og takmörkun hámarkshraða, takmörkun flugstjórnarréttinda og bann við akstri uppi á gangstétt eða á öfugum vegarhelming. Þarna vega almannahagsmunir og réttindi annarra einstaklinga en viðkomandi bílstjóra (eða flugmanns) þyngra en réttur þessa eina einstaklings til að nýta sér ferðafrelsi sitt með þessum tiltekna hætti. Sá sem hefur verið sviptur ökuréttindum getur samt sem áður ferðast fótgangandi, þegið eða keypt bílfar hjá öðrum og setið um borð í skipi eða flugvél. Ekki er sýnt að ferðafrelsi hans sé skert svo mjög að rétt sé að stofna öðrum í hættu þess vegna.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

29.6.2001

Spyrjandi

Magnús Guðmundsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1755.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 29. júní). Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1755

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?
Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:

  1. Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.

  2. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.

Eins og sjá má er ekkert tekið fram um það með hvaða hætti fólki sé frjálst að ferðast. Hvergi í Mannréttindayfirlýsingunni er getið um bíla eða önnur ökutæki. Í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (12. gr) og Lögum um mannréttindasáttmála Evrópu (samningsviðauka nr. 4, 2. gr.) eru ákvæði um ferðafrelsi, sambærileg því sem lýst er hér að ofan, en hvergi minnst á rétt til stjórnunar ökutækja. Það sem spyrjanda hefur verið sagt, að ökuréttindi væru talin til mannréttinda, er því ekki satt.

Nú gæti kannski einhver sagt að í krafti ferðafrelsis ættu allir að fá að aka bíl og ökuréttindi séu því mannréttindi þótt það sé ekki sérstaklega tekið fram. Í því sambandi má benda á að réttindi hvers og eins hljóta alltaf að takmarkast af réttindum annarra, eins og Atli Harðarson skýrir í svari við spurningunni Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál í ríki þar sem málfrelsi ríkir? Hef ég ekki leyfi til að segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið? Ferðafrelsi einstaklings hlýtur að enda þar sem það fer að ógna lífi og heilsu annarra.

Vegna þessa þykir rétt að takmarka rétt fólks til að stjórna ökutæki ef ætla má að því sé ekki treystandi til að gera það án þess að öðrum stafi hætta af, til dæmis ef það er undir áhrifum vímugjafa, ef það er of ungt til að líklegt sé að það geti haft vald á bifreið, ef það hefur aldrei lært að aka bíl eða ef það hefur sýnt vítavert gáleysi við akstur eða brotið þær reglur sem um hann gilda, til dæmis með ölvunarakstri. Í raun er það meginregla um allan heim að veita fólki ekki ökuréttindi nema það hafi fyrst sýnt fram á að það sé líklegt til að geta með þau farið, samanber þetta svar eftir Magnús Viðar Skúlason. Þessi meginregla hlýtur að koma til af því að mikilvægt þykir að vernda hagsmuni þeirra er kunna að verða á vegi bílstjórans.

Því má segja að frá sjónarmiði frelsis og mannréttinda eigi ökuleyfissvipting rétt á sér af svipaðri ástæðu og takmörkun hámarkshraða, takmörkun flugstjórnarréttinda og bann við akstri uppi á gangstétt eða á öfugum vegarhelming. Þarna vega almannahagsmunir og réttindi annarra einstaklinga en viðkomandi bílstjóra (eða flugmanns) þyngra en réttur þessa eina einstaklings til að nýta sér ferðafrelsi sitt með þessum tiltekna hætti. Sá sem hefur verið sviptur ökuréttindum getur samt sem áður ferðast fótgangandi, þegið eða keypt bílfar hjá öðrum og setið um borð í skipi eða flugvél. Ekki er sýnt að ferðafrelsi hans sé skert svo mjög að rétt sé að stofna öðrum í hættu þess vegna....