Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin líka kölluð inngönguathöfn í kirkjuna.

Kristnir menn trúa því einnig að skírnin sé gjöf Guðs, skuldbinding af hans hálfu um að vera okkur náðugur og miskunnsamur, vernda okkur, leiða og hjálpa. Í skírninni veitir Guð náð sína. Náð merkir gæsku, góðvild. Náð er ætíð gjöf sem er gefin ókeypis, án þess að menn hafi unnið til hennar. Úr því að Guð veitir náð sína í skírninni, þá skiptir aldur skírnþega ekki máli og þess vegna skíra flestir kristnir menn ungabörn.

Um barnaskírn ríkir þó ekki einhugur meðal kristinna manna og margar kirkjudeildir neita því að skíra megi börn og halda því fram að það eigi að skíra fólk fyrst þegar það hefur tekið trú og er tilbúið að játa hana sjálft. Þannig er ástandið náttúrulega á kristniboðsakri þar sem kristin trú er boðuð í fyrsta sinn. Þá eru flestir skírnþegar fullorðið fólk. Nafngjöf getur tengst skírn til trúar við slíkar aðstæður þegar það gerist eins og oft hefur gerst að afturhvarf til trúar verður með þvílíkum lífernisbreytingum að menn kjósa að taka sér ný nöfn um leið og þeir taka trú og skírast. Ef til vill má rekja þann sið til Nýja testamentisins, samanber að ofsækjandinn Sál varð postulinn Páll. Enn þann dag í dag gerist það meðal rómvesk-kaþólskra manna að fólk sem gengur í klaustur fær ný nöfn og byggist sá siður á hliðstæðum kenndum.

Þegar barnaskírn er orðin ráðandi verða tengsl nafngiftar og skírnar

eindregnari en meðan skírn fullorðinna er ráðandi, og meðal barnaskírenda er algengast að nafn barns sé nefnt fyrst opinberlega um leið og það er skírt. Þar kemur fram sú kennd fólks að nafn manneskju kveði á um persónuleika hennar og þess vegna var fólki í mun að koma í veg fyrir að eitthvað óhreint, ljótt, tengdist nafni barns áður en það var gefið Jesú Kristi í skírninni. Fólk vildi ekki að nafn einnar mannpersónu færi á flakk og vekti umtal, áður en hún yrði gefin Kristi og bað því Krist að blessa í senn barnið og nafn þess.

Þessi kennd var sennilega sterkari í gamla daga en hún er nú, en það var hún sem hefur valdið mestu um þá áherslu að nafni barns var haldið leyndu þar til það var skírt. Þannig hvílir áherslan á nafnleyndina fremur á alþýðlegri skýringu en guðfræðilegri túlkun. En

vissulega verður að viðurkenna að það er sitthvað bæði fallegt og eðlilegt í þeirri áherslu og þeirri kennd sem hún byggist á. Það leiddi hins vegar til þess að fólk tók að líta á skírnarathöfnina sem nafngjöf og farið var að tala um að skíra dýr, hús, skip og flugvélar. Að minni hyggju þarf að sporna gegn þeirri notkun orðsins og margir prestar hafa í seinni tíð tekið upp þann hátt að í stað þess að spyrja: „Hvað á barnið að heita?” hafa þeir spurt: „Hvert er nafn barnsins?” eða: „Hvað heitir barnið?” Með þeim hætti er ítrekað að skírn er ekki nafngjöf eins þótt nafnið sé fyrst kunngjört opinberlega við skírnina.

Ábendingar um lesefni:

Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar bls. 194-197.

Einar Sigurbjörnsson, Credo. Kristin trúfræði, bls. 381-391.

Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi. Kristin trú og nútíminn bls. 139-142.

Helgi Hálfdánarson, Helgakver bls. 136-138.

Marteinn Lúther, Fræðin minni með inngangi og skýringum eftir Einar Sigurbjörnsson, bls. 33-37.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.7.2001

Spyrjandi

Þórir Elíasson

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1798.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2001, 18. júlí). Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1798

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1798>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?
Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin líka kölluð inngönguathöfn í kirkjuna.

Kristnir menn trúa því einnig að skírnin sé gjöf Guðs, skuldbinding af hans hálfu um að vera okkur náðugur og miskunnsamur, vernda okkur, leiða og hjálpa. Í skírninni veitir Guð náð sína. Náð merkir gæsku, góðvild. Náð er ætíð gjöf sem er gefin ókeypis, án þess að menn hafi unnið til hennar. Úr því að Guð veitir náð sína í skírninni, þá skiptir aldur skírnþega ekki máli og þess vegna skíra flestir kristnir menn ungabörn.

Um barnaskírn ríkir þó ekki einhugur meðal kristinna manna og margar kirkjudeildir neita því að skíra megi börn og halda því fram að það eigi að skíra fólk fyrst þegar það hefur tekið trú og er tilbúið að játa hana sjálft. Þannig er ástandið náttúrulega á kristniboðsakri þar sem kristin trú er boðuð í fyrsta sinn. Þá eru flestir skírnþegar fullorðið fólk. Nafngjöf getur tengst skírn til trúar við slíkar aðstæður þegar það gerist eins og oft hefur gerst að afturhvarf til trúar verður með þvílíkum lífernisbreytingum að menn kjósa að taka sér ný nöfn um leið og þeir taka trú og skírast. Ef til vill má rekja þann sið til Nýja testamentisins, samanber að ofsækjandinn Sál varð postulinn Páll. Enn þann dag í dag gerist það meðal rómvesk-kaþólskra manna að fólk sem gengur í klaustur fær ný nöfn og byggist sá siður á hliðstæðum kenndum.

Þegar barnaskírn er orðin ráðandi verða tengsl nafngiftar og skírnar

eindregnari en meðan skírn fullorðinna er ráðandi, og meðal barnaskírenda er algengast að nafn barns sé nefnt fyrst opinberlega um leið og það er skírt. Þar kemur fram sú kennd fólks að nafn manneskju kveði á um persónuleika hennar og þess vegna var fólki í mun að koma í veg fyrir að eitthvað óhreint, ljótt, tengdist nafni barns áður en það var gefið Jesú Kristi í skírninni. Fólk vildi ekki að nafn einnar mannpersónu færi á flakk og vekti umtal, áður en hún yrði gefin Kristi og bað því Krist að blessa í senn barnið og nafn þess.

Þessi kennd var sennilega sterkari í gamla daga en hún er nú, en það var hún sem hefur valdið mestu um þá áherslu að nafni barns var haldið leyndu þar til það var skírt. Þannig hvílir áherslan á nafnleyndina fremur á alþýðlegri skýringu en guðfræðilegri túlkun. En

vissulega verður að viðurkenna að það er sitthvað bæði fallegt og eðlilegt í þeirri áherslu og þeirri kennd sem hún byggist á. Það leiddi hins vegar til þess að fólk tók að líta á skírnarathöfnina sem nafngjöf og farið var að tala um að skíra dýr, hús, skip og flugvélar. Að minni hyggju þarf að sporna gegn þeirri notkun orðsins og margir prestar hafa í seinni tíð tekið upp þann hátt að í stað þess að spyrja: „Hvað á barnið að heita?” hafa þeir spurt: „Hvert er nafn barnsins?” eða: „Hvað heitir barnið?” Með þeim hætti er ítrekað að skírn er ekki nafngjöf eins þótt nafnið sé fyrst kunngjört opinberlega við skírnina.

Ábendingar um lesefni:

Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar bls. 194-197.

Einar Sigurbjörnsson, Credo. Kristin trúfræði, bls. 381-391.

Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi. Kristin trú og nútíminn bls. 139-142.

Helgi Hálfdánarson, Helgakver bls. 136-138.

Marteinn Lúther, Fræðin minni með inngangi og skýringum eftir Einar Sigurbjörnsson, bls. 33-37.

...