Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað er lífbelti stjörnu?

Gunnar Þór Magnússon

Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi mörk teygja sig sirka frá sporbraut Venusar og út að sporbraut Mars. Við köllum allt sem liggur innan þeirra lífbelti sólarinnar, af því að innan þeirra getur líf eins og við þekkjum það þrifist.

Lífbelti stjörnu er svo sama hugtak, nema yfirfært á stjörnuna sem um ræðir. Það segir okkur á hvaða sporbraut pláneta svipuð jörðinni gæti verið til að fljótandi vatn gæti fundist á henni. Stærð beltisins og staðsetning þess fara eftir aðallega eftir birtu stjörnunnar. Því bjartari sem að stjarna er, því utar liggja innri mörk beltisins, þar sem að vatn sýður, en því utar lækkar hitinn líka aftur niður í frostmark. Lífbelti stjarna eru ekki föst, af því að stjörnur skína skærar eftir því sem þær eldast, svo að belti þeirra færast út á við með tíma.Lífbelti sólkerfisins.

Sem dæmi má taka stjörnurnar Síríus B og Barnard stjörnuna. Sú fyrri er 26 sinnum bjartari en sólin okkar, svo til að njóta svipaðs hitastig og nú þyrfti jörðin að vera álíka langt frá Síríusi og Júpíter er frá sólinni okkar. Aftur á móti er Barnard stjarnan rauður dvergur sem er um 2.000 sinnum daufari en sólin. Ef að jörðin væri á sporbraut um Barnard stjörnuna þyrfti hún því að vera um tíu sinnum nær Barnard stjörnunni en Merkúr er frá sólinni.

Hugmyndin um lífbelti stjörnu hefur sætt nokkurri gagnrýni. Hún þykir taka tillit til of fárra þátta sem koma að tilvist lífs. Til dæmis hefur mönnum dottið í hug að líf gæti verið að finna í höfum undir íshellunum Evrópu, einu tungla Júpíters, sem er langt fyrir utan lífbelti sólarinnar. Þar að auki tekur hugmyndin aðeins tillit til pláneta sem svipar til jarðarinnar og hún hundsar algerlega möguleikann á öðrum formum lífs en þeim sem byggjast á kolefni og vatni.

Þrátt fyrir galla sína er hugmyndin um lífbelti stjörnu gagnleg þumalputtaregla, því hún siktar á einfaldan og fljótlegan hátt út þær stjörnur og plánetur sem að geta viðhaldið lífi í þeirri mynd sem okkur er kunnuglegust. Sem fyrsta nálgun er hún því ekki alslæm og óhætt er að segja að stjörnufræðingar myndu hafa mikinn áhuga á hverri þeirri plánetu sem að fyndist innan lífbelti stjörnu sinnar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

30.7.2009

Spyrjandi

Erla Baldursdóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað er lífbelti stjörnu?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2009. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18149.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 30. júlí). Hvað er lífbelti stjörnu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18149

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað er lífbelti stjörnu?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2009. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18149>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lífbelti stjörnu?
Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi mörk teygja sig sirka frá sporbraut Venusar og út að sporbraut Mars. Við köllum allt sem liggur innan þeirra lífbelti sólarinnar, af því að innan þeirra getur líf eins og við þekkjum það þrifist.

Lífbelti stjörnu er svo sama hugtak, nema yfirfært á stjörnuna sem um ræðir. Það segir okkur á hvaða sporbraut pláneta svipuð jörðinni gæti verið til að fljótandi vatn gæti fundist á henni. Stærð beltisins og staðsetning þess fara eftir aðallega eftir birtu stjörnunnar. Því bjartari sem að stjarna er, því utar liggja innri mörk beltisins, þar sem að vatn sýður, en því utar lækkar hitinn líka aftur niður í frostmark. Lífbelti stjarna eru ekki föst, af því að stjörnur skína skærar eftir því sem þær eldast, svo að belti þeirra færast út á við með tíma.Lífbelti sólkerfisins.

Sem dæmi má taka stjörnurnar Síríus B og Barnard stjörnuna. Sú fyrri er 26 sinnum bjartari en sólin okkar, svo til að njóta svipaðs hitastig og nú þyrfti jörðin að vera álíka langt frá Síríusi og Júpíter er frá sólinni okkar. Aftur á móti er Barnard stjarnan rauður dvergur sem er um 2.000 sinnum daufari en sólin. Ef að jörðin væri á sporbraut um Barnard stjörnuna þyrfti hún því að vera um tíu sinnum nær Barnard stjörnunni en Merkúr er frá sólinni.

Hugmyndin um lífbelti stjörnu hefur sætt nokkurri gagnrýni. Hún þykir taka tillit til of fárra þátta sem koma að tilvist lífs. Til dæmis hefur mönnum dottið í hug að líf gæti verið að finna í höfum undir íshellunum Evrópu, einu tungla Júpíters, sem er langt fyrir utan lífbelti sólarinnar. Þar að auki tekur hugmyndin aðeins tillit til pláneta sem svipar til jarðarinnar og hún hundsar algerlega möguleikann á öðrum formum lífs en þeim sem byggjast á kolefni og vatni.

Þrátt fyrir galla sína er hugmyndin um lífbelti stjörnu gagnleg þumalputtaregla, því hún siktar á einfaldan og fljótlegan hátt út þær stjörnur og plánetur sem að geta viðhaldið lífi í þeirri mynd sem okkur er kunnuglegust. Sem fyrsta nálgun er hún því ekki alslæm og óhætt er að segja að stjörnufræðingar myndu hafa mikinn áhuga á hverri þeirri plánetu sem að fyndist innan lífbelti stjörnu sinnar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...