Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?

EDS

Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið brot hins ógnarstóra alheims.

Líf eins og við þekkjum byggist á ákveðnum aðstæðum og þar er vatn grunnskilyrðið eins og lesa má um í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Ef við gerum ráð fyrir að líf þurfi svipaðar aðstæður og hér á jörðu til þess að geta þrifist þá er hægt að svara spurningunni þannig að ástæðan fyrir því að ekki er vitað um líf annars staðar sé sú að enn sem komið er þekkist enginn hnöttur þar sem aðstæður eru hliðhollar þess konar lífi.

Sem dæmi má nefna að vísindamenn hafa velt fyrir sér hvort líf geti verið á Mars eða hafi einhvern tímann verið þar. Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um þetta í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? Þar segir meðal annars:
Lífvænlegt er að vísu ekki á hnettinum um þessar mundir því að meðalhiti á yfirborði hans er um -58°C, sáralítið súrefni er í andrúmslofti og geimgeislar og útfjólublátt ljós eiga greiða leið að yfirborði. Og ekkert vatn er í fljótandi formi á yfirborðinu.
Þegar þetta er lesið er vert að taka vel eftir orðunum „um þessar mundir“ því að vísindamenn hafa talið hugsanlegt að einhvers konar einfalt líf hafi einhvern tímann verið á Mars, þegar aðstæður þar voru hagstæðari en þær eru núna.

En svo má líka vel vera að líf geti þróast við allt aðrar aðstæður en á jörðinni okkar en, hverjar þær aðstæður ættu helstar að vera vita menn ekki.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2006

Spyrjandi

Hörður Gautur, f. 1996

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6250.

EDS. (2006, 5. október). Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6250

EDS. „Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?
Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið brot hins ógnarstóra alheims.

Líf eins og við þekkjum byggist á ákveðnum aðstæðum og þar er vatn grunnskilyrðið eins og lesa má um í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Ef við gerum ráð fyrir að líf þurfi svipaðar aðstæður og hér á jörðu til þess að geta þrifist þá er hægt að svara spurningunni þannig að ástæðan fyrir því að ekki er vitað um líf annars staðar sé sú að enn sem komið er þekkist enginn hnöttur þar sem aðstæður eru hliðhollar þess konar lífi.

Sem dæmi má nefna að vísindamenn hafa velt fyrir sér hvort líf geti verið á Mars eða hafi einhvern tímann verið þar. Þorsteinn Þorsteinsson fjallar um þetta í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? Þar segir meðal annars:
Lífvænlegt er að vísu ekki á hnettinum um þessar mundir því að meðalhiti á yfirborði hans er um -58°C, sáralítið súrefni er í andrúmslofti og geimgeislar og útfjólublátt ljós eiga greiða leið að yfirborði. Og ekkert vatn er í fljótandi formi á yfirborðinu.
Þegar þetta er lesið er vert að taka vel eftir orðunum „um þessar mundir“ því að vísindamenn hafa talið hugsanlegt að einhvers konar einfalt líf hafi einhvern tímann verið á Mars, þegar aðstæður þar voru hagstæðari en þær eru núna.

En svo má líka vel vera að líf geti þróast við allt aðrar aðstæður en á jörðinni okkar en, hverjar þær aðstæður ættu helstar að vera vita menn ekki.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....