Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp umferðarljósin?

Guðmundur Ármann Sveinsson, María Vigdís Sánchez-Brunete og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir

Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upphafsmanns umferðarljósa. Knight lést árið 1886.

Minningarskjöldur um John Peake Knight hefur verið settur upp nálægt þeim stað þar sem fyrsta umferðarljósið stóð.

Umferðarljósið sem Knight þróaði var töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum í dag en tilgangur þess var sá sami, að koma skipulagi á umferð á fjölförnum gatnamótum og draga þannig úr slysum. Þegar ljósið var sett upp var þó ekki búið að finna upp bílinn og ljósið stýrði umferð hestvagna.

Í fyrsta umferðarljósinu voru tvö gasljós, annað rautt og hitt grænt. Gula ljósið kom löngu síðar til sögunnar. Reyndar var umferðarljósið eingöngu notað eftir myrkur, á meðan bjart var átti að nota kerfi sem svipaði til þess sem notað var fyrir járnbrautir, stöng með hreyfanlegum örmum. Ef armur var láréttur átti umferð að stoppa en þegar hann myndaði 45 gráðu horn mátti umferð halda áfram með varúð. Þess má geta að fyrsta umferðarljósið var ekki sjálfvirkt heldur var því handstýrt af lögreglumanni.

Þessu fyrsta umferðarljósi var komið fyrir 9. desember 1868 á gatnamótum Great George Street og Bridge Street í London, nálægt Breska þinghúsinu. Umferð á þessum gatnamótum var mikil og þar höfðu orðið allmörg slys. Umferðarljósið stóð þó ekki lengi því í janúar 1869 olli gasleki því að ljósið sprakk og lögreglumaður sem þar var við störf slasaðist alvarlega.

Fyrstu rafmagnsumferðarljósin voru sett upp í Cleveland í Bandaríkjunum 5. ágúst 1914. Þessi mynd sýnir umferð í Detroit skömmu seinna.

Eftir þessa tilraun fór lítið fyrir umferðarljósum og það var ekki fyrr en á öðrum áratug 20. aldarinnar sem þróun umferðarljósa hélt áfram. Að þessu sinni í Bandríkjunum til þess að stýra bílaumferð. Þá voru ekki notuð gasljós heldur rafmagnsljós.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.6.2015

Spyrjandi

Anna Elísa

Tilvísun

Guðmundur Ármann Sveinsson, María Vigdís Sánchez-Brunete og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir. „Hver fann upp umferðarljósin?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2015, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18248.

Guðmundur Ármann Sveinsson, María Vigdís Sánchez-Brunete og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir. (2015, 16. júní). Hver fann upp umferðarljósin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18248

Guðmundur Ármann Sveinsson, María Vigdís Sánchez-Brunete og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir. „Hver fann upp umferðarljósin?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2015. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18248>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp umferðarljósin?
Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upphafsmanns umferðarljósa. Knight lést árið 1886.

Minningarskjöldur um John Peake Knight hefur verið settur upp nálægt þeim stað þar sem fyrsta umferðarljósið stóð.

Umferðarljósið sem Knight þróaði var töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum í dag en tilgangur þess var sá sami, að koma skipulagi á umferð á fjölförnum gatnamótum og draga þannig úr slysum. Þegar ljósið var sett upp var þó ekki búið að finna upp bílinn og ljósið stýrði umferð hestvagna.

Í fyrsta umferðarljósinu voru tvö gasljós, annað rautt og hitt grænt. Gula ljósið kom löngu síðar til sögunnar. Reyndar var umferðarljósið eingöngu notað eftir myrkur, á meðan bjart var átti að nota kerfi sem svipaði til þess sem notað var fyrir járnbrautir, stöng með hreyfanlegum örmum. Ef armur var láréttur átti umferð að stoppa en þegar hann myndaði 45 gráðu horn mátti umferð halda áfram með varúð. Þess má geta að fyrsta umferðarljósið var ekki sjálfvirkt heldur var því handstýrt af lögreglumanni.

Þessu fyrsta umferðarljósi var komið fyrir 9. desember 1868 á gatnamótum Great George Street og Bridge Street í London, nálægt Breska þinghúsinu. Umferð á þessum gatnamótum var mikil og þar höfðu orðið allmörg slys. Umferðarljósið stóð þó ekki lengi því í janúar 1869 olli gasleki því að ljósið sprakk og lögreglumaður sem þar var við störf slasaðist alvarlega.

Fyrstu rafmagnsumferðarljósin voru sett upp í Cleveland í Bandaríkjunum 5. ágúst 1914. Þessi mynd sýnir umferð í Detroit skömmu seinna.

Eftir þessa tilraun fór lítið fyrir umferðarljósum og það var ekki fyrr en á öðrum áratug 20. aldarinnar sem þróun umferðarljósa hélt áfram. Að þessu sinni í Bandríkjunum til þess að stýra bílaumferð. Þá voru ekki notuð gasljós heldur rafmagnsljós.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...