Mundu reglur um hringtorg styðjast við réttarheimildina venju, þar sem ekkert er fjallað um þau í umferðarlögum fyrir utan að lagning sé bönnuð? Hvernig myndi fara ef tjón yrði í hringtorgi við erlendan ferðamann sem héldi því fram að aðrar reglur um hringtorg giltu?Þann 25. júní 2019 samþykkti Alþingi ný umferðarlög sem tóku gildi þann 1. janúar 2020. Eitt nýmæli þessara laga eru hátternisreglur sem ökumönnum ber að fylgja í hringtorgum en í eldri umferðarlögum nr. 50/1987 var engum sérstökum reglum um slíkt til að dreifa. Þó gilda um þau almennar reglur um vegamót og á þeim hringtorgum sem hafa tvær akreinar eru yfirborðsmerkingar sem veita innri hring forgang við útakstur. Er þetta andstætt því sem gengur og gerist í nágrannalöndum þar sem ytri akrein hringtorga hefur jafnan forgang en sú regla samræmist hægri reglu 4. mgr. 25. gr. eldri umferðarlaga betur.

Í nýjum umferðarlögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 eru hátternisreglur um forgangsrétt í hringtorgum festar í lög. Myndin sýnir hringtorg rétt fyrir utan Zürich í Sviss.
- Ágúst Ingvarsson. (2010). Árekstrarregla 89. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 (meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði). (Sótt 27.9.2019)
- Umferðarlög nr 50/1987 (eldri)
- Umferðarlög nr 77/2019 (nýju)
- Roundabouts Switzerland - picture-newsletter.com (sótt 30.09.19)