Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin.
Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar á meðal á Indlandi, Tælandi og Japan, er vinstriumferð og einnig í sunnan- og suðaustanverðri Afríku. Vinstriumferð er líka í einstaka löndum í Mið- og Suður-Ameríku.
Þess má geta að þau lönd þar sem ekið er vinstra megin á veginum eru flest fyrrverandi eða núverandi breskar nýlendur.
Á Íslandi var vinstriumferð allt þar til lög um hægri handar umferð gengu í gildi þann 26. maí 1968.
Heimildir og mynd
- 26. maí. Wikipedia: Frjálsa alfræðiritið.
- Driving on the left or right. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Lucas, B. o.fl. (2005). Which side of the road do they drive on?
- Myndin er af síðunni Image:Drive on left in australia.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Höfundur myndar: Mat Connolley. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.