Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?

Árni Freyr Helgason

Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin.

Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar á meðal á Indlandi, Tælandi og Japan, er vinstriumferð og einnig í sunnan- og suðaustanverðri Afríku. Vinstriumferð er líka í einstaka löndum í Mið- og Suður-Ameríku.

Þess má geta að þau lönd þar sem ekið er vinstra megin á veginum eru flest fyrrverandi eða núverandi breskar nýlendur.

Á Íslandi var vinstriumferð allt þar til lög um hægri handar umferð gengu í gildi þann 26. maí 1968.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

17.7.2006

Spyrjandi

Ágúst Hansson, f. 1990

Tilvísun

Árni Freyr Helgason. „Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2006, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6066.

Árni Freyr Helgason. (2006, 17. júlí). Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6066

Árni Freyr Helgason. „Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2006. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6066>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?
Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin.

Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar á meðal á Indlandi, Tælandi og Japan, er vinstriumferð og einnig í sunnan- og suðaustanverðri Afríku. Vinstriumferð er líka í einstaka löndum í Mið- og Suður-Ameríku.

Þess má geta að þau lönd þar sem ekið er vinstra megin á veginum eru flest fyrrverandi eða núverandi breskar nýlendur.

Á Íslandi var vinstriumferð allt þar til lög um hægri handar umferð gengu í gildi þann 26. maí 1968.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....