Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?

Jón Már Halldórsson

Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins.

Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum.

Talsverðar rannsóknir hafa reyndar verið gerðar á greind páfagauka, sérstaklega tegundinni African Grey parrot (Psittacus erithacus). Atferlisfræðinginum Irene Pepperberg tókst að kenna einstaklingi af þessari tegund að þekkja í sundur 35 hluti, en það sem þótti ótrúlegast er að þegar páfagauknum Alex voru sýnd tvö epli annars vegar og epli og appelsínu hins vegar gat hann bent á þá hluti sem pössuðu ekki saman. Alex gat greint hluti í sundur eftir lit og formi, framfylgt einföldum skipunum og sett hlut sem hann þekkti ekki í flokk með hlutum sem litu út eins og hann.

Það ber að fara varlega í að nota orðið tal í þessu sambandi því páfagaukar og aðrar „hermikrákur” eru aðeins að líkja eftir hljóðum sem þeir heyra úr umhverfinu og engar líkur eru á því að þeir hafi raunverulegan skilning á því sem þeir láta út úr sér.

Þessi hæfileiki er ekki einungis bundinn við páfagauka heldur geta fuglar af ætt hröfnunga eins og krákur apað eftir hljóðum annarra fugla, samanber orðið 'hermikráka'. Starrinn (Sturnus vulgaris) er besta dæmið úr náttúru Íslands. Gott dæmi er reynsla þess sem þetta skrifar. Hann varð vitni af því að heyra starra nokkurn sem sat á trjágrein hneggja. Þessi starri hefur greinilega verið í návist hrossa í lengri eða skemmri tíma og lagt hnegg hrossanna á minnið og apað síðar eftir þeim í tíma og ótíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • The Alex Foundation. Mynd tekin af Mike Lovett, Brandeis University Photographer. Sótt 12.8.2001.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.8.2001

Spyrjandi

Sveinbjörn Magnússon, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala? “ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2001. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1830.

Jón Már Halldórsson. (2001, 10. ágúst). Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1830

Jón Már Halldórsson. „Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala? “ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2001. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1830>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?
Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins.

Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum.

Talsverðar rannsóknir hafa reyndar verið gerðar á greind páfagauka, sérstaklega tegundinni African Grey parrot (Psittacus erithacus). Atferlisfræðinginum Irene Pepperberg tókst að kenna einstaklingi af þessari tegund að þekkja í sundur 35 hluti, en það sem þótti ótrúlegast er að þegar páfagauknum Alex voru sýnd tvö epli annars vegar og epli og appelsínu hins vegar gat hann bent á þá hluti sem pössuðu ekki saman. Alex gat greint hluti í sundur eftir lit og formi, framfylgt einföldum skipunum og sett hlut sem hann þekkti ekki í flokk með hlutum sem litu út eins og hann.

Það ber að fara varlega í að nota orðið tal í þessu sambandi því páfagaukar og aðrar „hermikrákur” eru aðeins að líkja eftir hljóðum sem þeir heyra úr umhverfinu og engar líkur eru á því að þeir hafi raunverulegan skilning á því sem þeir láta út úr sér.

Þessi hæfileiki er ekki einungis bundinn við páfagauka heldur geta fuglar af ætt hröfnunga eins og krákur apað eftir hljóðum annarra fugla, samanber orðið 'hermikráka'. Starrinn (Sturnus vulgaris) er besta dæmið úr náttúru Íslands. Gott dæmi er reynsla þess sem þetta skrifar. Hann varð vitni af því að heyra starra nokkurn sem sat á trjágrein hneggja. Þessi starri hefur greinilega verið í návist hrossa í lengri eða skemmri tíma og lagt hnegg hrossanna á minnið og apað síðar eftir þeim í tíma og ótíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • The Alex Foundation. Mynd tekin af Mike Lovett, Brandeis University Photographer. Sótt 12.8.2001.
...