Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Jón Már Halldórsson

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu.

Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæknum og starfsfólki í gæludýraverslunum og dýragörðum. Það er afar ósennilegt að venjulegur heimilispáfagaukur sé smitberi, enda er mat sérfræðinga að tíðni páfagaukaveiki sé mjög lág hér á landi.

Fólk sem smitast af sýklinum fær einkenni eftir um 4 til 15 daga. Helstu einkenni eru hiti, kuldatilfinning, höfðuðverkur og vöðvaverkir. Einnig er þurr hósti og jafnvel öndunarerfiðleikar og þungi yfir brjósti algeng einkenni. Sýking af völdum C. psittace getur leitt til lungnabólgu, stundum mjög slæmrar. Einkenni í öðrum líffærum eru afar sjaldgæf. Dauðsföll af völdum sýkilsins hafa verið tilkynnt en eru afar sjaldgæf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til? Hversu hættuleg er hún?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.3.2011

Spyrjandi

Ingimar Helgason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2011. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58706.

Jón Már Halldórsson. (2011, 31. mars). Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58706

Jón Már Halldórsson. „Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2011. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58706>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?
Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu.

Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæknum og starfsfólki í gæludýraverslunum og dýragörðum. Það er afar ósennilegt að venjulegur heimilispáfagaukur sé smitberi, enda er mat sérfræðinga að tíðni páfagaukaveiki sé mjög lág hér á landi.

Fólk sem smitast af sýklinum fær einkenni eftir um 4 til 15 daga. Helstu einkenni eru hiti, kuldatilfinning, höfðuðverkur og vöðvaverkir. Einnig er þurr hósti og jafnvel öndunarerfiðleikar og þungi yfir brjósti algeng einkenni. Sýking af völdum C. psittace getur leitt til lungnabólgu, stundum mjög slæmrar. Einkenni í öðrum líffærum eru afar sjaldgæf. Dauðsföll af völdum sýkilsins hafa verið tilkynnt en eru afar sjaldgæf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til? Hversu hættuleg er hún?
...