Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu.
Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæknum og starfsfólki í gæludýraverslunum og dýragörðum. Það er afar ósennilegt að venjulegur heimilispáfagaukur sé smitberi, enda er mat sérfræðinga að tíðni páfagaukaveiki sé mjög lág hér á landi.
Fólk sem smitast af sýklinum fær einkenni eftir um 4 til 15 daga. Helstu einkenni eru hiti, kuldatilfinning, höfðuðverkur og vöðvaverkir. Einnig er þurr hósti og jafnvel öndunarerfiðleikar og þungi yfir brjósti algeng einkenni. Sýking af völdum C. psittace getur leitt til lungnabólgu, stundum mjög slæmrar. Einkenni í öðrum líffærum eru afar sjaldgæf. Dauðsföll af völdum sýkilsins hafa verið tilkynnt en eru afar sjaldgæf.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá? eftir Jón Má Halldórsson
- Eru til hættulegir páfagaukar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið? eftir HMS og MBS
- Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala? eftir Jón Má Halldórsson
- Wikipedia.com - parrot. Sótt 24.3.2011.
Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til? Hversu hættuleg er hún?