Sólin Sólin Rís 10:53 • sest 15:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:59 • Sest 05:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:39 • Síðdegis: 15:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:13 í Reykjavík

Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?

Jón Már Halldórsson

Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga.

Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt fyrir þann sem þekkir vel venjur kattarins að sjá hvort hann hegðar sér á annan hátt en vant er. Allar breytingar á háttalagi geta bent til þess að eitthvað sé að og þá er mikilvægt að fara með hann til dýralæknis og kanna hvað veldur.Hér á eftir verður fjallað stuttlega um helstu einkenni kattainflúensu og kattafárs, en það er algengustu sjúkdómar sem hrjá íslenska ketti. Kettir geta veikst af fjölmörgum öðrum sjúkdómum en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Þar má til dæmis nefna veirusjúkdómurinn FIV eða Feline immunodeficiency virus, en FIV-veiran er skyld HIV-veirunni sem veldur alnæmi í mönnum. Rétt er að benda á að FIV-veiran getur ekki valdið ónæmisbælingu í mönnum.

Kattainflúensa er vel þekkt hjá íslenskum köttum. Hún stafar af herpes- og caliciveiru sem veldur kvefeinkennum í efri hluta öndunarfæra. Helstu einkennin eru hnerri og útferð úr augum og nefi. Inflúensan er ekki banvæn en hins vegar er ekki til neitt mótefni gegn henni eða lækning, að því er höfundur best veit. Það er því fátt annað að gera en sýna kettinum hlýju og umhyggju svo honum líði sem skást meðan á veikindum stendur.

Kattafár er einna þekktastur þeirra sjúkdóma sem leggjast á ketti og önnur kattardýr. Um er að ræða veirusjúkdóm af völdum parvóveira, en þær ráðast á hvít blóðkorn og þarmafrumur. Helstu einkenni sjúkdómsins eru eymsli í kviði, hár hiti, lystarleysi, deyfð, uppköst og niðurgangur. Kattafár er lífshættulegur sjúkdómur, en ef kötturinn lifir af fyrstu 5-6 dagana aukast lífslíkur hans mjög. Í dag er kattafár sjaldgæft þar sem flestir kettir eru bólusettir, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Bólusetningin ver kettina nokkuð vel og er best að bólusetja kettlinga í tvígang, til dæmis 12 vikna og aftur 16 vikna, og eftir það árlega.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.11.2005

Spyrjandi

Aron Freyr Heimisson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2005. Sótt 4. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5379.

Jón Már Halldórsson. (2005, 3. nóvember). Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5379

Jón Már Halldórsson. „Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2005. Vefsíða. 4. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5379>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga.

Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt fyrir þann sem þekkir vel venjur kattarins að sjá hvort hann hegðar sér á annan hátt en vant er. Allar breytingar á háttalagi geta bent til þess að eitthvað sé að og þá er mikilvægt að fara með hann til dýralæknis og kanna hvað veldur.Hér á eftir verður fjallað stuttlega um helstu einkenni kattainflúensu og kattafárs, en það er algengustu sjúkdómar sem hrjá íslenska ketti. Kettir geta veikst af fjölmörgum öðrum sjúkdómum en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Þar má til dæmis nefna veirusjúkdómurinn FIV eða Feline immunodeficiency virus, en FIV-veiran er skyld HIV-veirunni sem veldur alnæmi í mönnum. Rétt er að benda á að FIV-veiran getur ekki valdið ónæmisbælingu í mönnum.

Kattainflúensa er vel þekkt hjá íslenskum köttum. Hún stafar af herpes- og caliciveiru sem veldur kvefeinkennum í efri hluta öndunarfæra. Helstu einkennin eru hnerri og útferð úr augum og nefi. Inflúensan er ekki banvæn en hins vegar er ekki til neitt mótefni gegn henni eða lækning, að því er höfundur best veit. Það er því fátt annað að gera en sýna kettinum hlýju og umhyggju svo honum líði sem skást meðan á veikindum stendur.

Kattafár er einna þekktastur þeirra sjúkdóma sem leggjast á ketti og önnur kattardýr. Um er að ræða veirusjúkdóm af völdum parvóveira, en þær ráðast á hvít blóðkorn og þarmafrumur. Helstu einkenni sjúkdómsins eru eymsli í kviði, hár hiti, lystarleysi, deyfð, uppköst og niðurgangur. Kattafár er lífshættulegur sjúkdómur, en ef kötturinn lifir af fyrstu 5-6 dagana aukast lífslíkur hans mjög. Í dag er kattafár sjaldgæft þar sem flestir kettir eru bólusettir, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Bólusetningin ver kettina nokkuð vel og er best að bólusetja kettlinga í tvígang, til dæmis 12 vikna og aftur 16 vikna, og eftir það árlega.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...