Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?

HMS og MBS

Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki.


Gárar í búri

Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi um enn eldri fugla. Yfirleitt lifa þeir þó ekki svo lengi heldur aðeins í um 5-10 ár. Ef miðað er við tölur frá Þýskalandi deyr um helmingur gára fyrir fimm ára aldur, til dæmis vegna rangrar næringar eða slæmra aðstæðna, en auk þess geta ýmsir sjúkdómar herjað á þá.

Þess má geta að páfagaukar þurfa almennt mikla athygli og umönnun. Mjög mikilvægt er að mataræði þeirra sé rétt og að þeir hafi nægilegt pláss til að hreyfa sig. Páfagaukar eru líka flestir miklar félagsverur og því þarf að sýna þeim mikla athygli og gæta þess að þeir hafi regluleg samskipti við fólk eða aðra páfagauka. Þeir hafa jafnframt gagn og gaman af því að takast á við hinar ýmsu þrautir og leysa úr vandamálum, en slík iðja örvar þá og getur komið í veg fyrir að þeim leiðist þegar þeir eru einir. Páfagaukar eru einnig vanafastir og geta orðið óöruggir þegar rask verður á venjubundnu heimilishaldi. Best er að hafa samband við dýralækna eða gæludýraverslanir til að fá upplýsingar um rétta meðferð á gárum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

Höfundar

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

7.4.2006

Spyrjandi

Rebekka Rún Jóhannesdóttir, f. 1994

Tilvísun

HMS og MBS. „Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5809.

HMS og MBS. (2006, 7. apríl). Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5809

HMS og MBS. „Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5809>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta gára-páfagaukar lifað í mörg ár og hvert er meðaltalið?
Gárar eru vinsæl gæludýr og líklega algengustu búrfuglar á Íslandi. Þeir finnast í ýmsum litbrigðum, en villtir gárar eru nær alltaf grænir eða gulgrænir. Nafnið fá þeir af einkennandi gáróttu litamynstri á vængjum og baki.


Gárar í búri

Í góðu yfirlæti geta gárar lifað í allt að 12 ár og til eru einstök dæmi um enn eldri fugla. Yfirleitt lifa þeir þó ekki svo lengi heldur aðeins í um 5-10 ár. Ef miðað er við tölur frá Þýskalandi deyr um helmingur gára fyrir fimm ára aldur, til dæmis vegna rangrar næringar eða slæmra aðstæðna, en auk þess geta ýmsir sjúkdómar herjað á þá.

Þess má geta að páfagaukar þurfa almennt mikla athygli og umönnun. Mjög mikilvægt er að mataræði þeirra sé rétt og að þeir hafi nægilegt pláss til að hreyfa sig. Páfagaukar eru líka flestir miklar félagsverur og því þarf að sýna þeim mikla athygli og gæta þess að þeir hafi regluleg samskipti við fólk eða aðra páfagauka. Þeir hafa jafnframt gagn og gaman af því að takast á við hinar ýmsu þrautir og leysa úr vandamálum, en slík iðja örvar þá og getur komið í veg fyrir að þeim leiðist þegar þeir eru einir. Páfagaukar eru einnig vanafastir og geta orðið óöruggir þegar rask verður á venjubundnu heimilishaldi. Best er að hafa samband við dýralækna eða gæludýraverslanir til að fá upplýsingar um rétta meðferð á gárum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

...