Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?

Jón Már Halldórsson

Grænvængja-arinn (Ara chloroptera)

Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara).

Kjörlendi grænvængja-arans er í jaðri regnskóga Mið- og Suður-Ameríku, þá helst í Kólumbíu, Panama, Venesúela og Trínidad.

Grænvængja-arar eru með mjög sterkan gogg líkt og einkennandi er fyrir tegundir ættarinnar. Harður goggurinn er aðlögun að harðri fæðu eins og hnetum og fræjum en auk þess éta ararnir ógrynni af ýmsum ávöxtum og plöntum sem vaxa í regnskógum Mið- og Suður-Ameríku. Þeir éta ennfremur ýmsar tegundir eitraðra ávaxta, en hið sérstaka háttarlag þeirra að innbyrða leir sem safnast við árbakka er talið gera eitrið óvirkt.Grænvængja-arinn er einnig nefndur rauðgræni arinn og eru þeir afar vinsæl og útbreidd gæludýr.

Helstu afræningjar grænvængja-arans eru meðal annars stórir haukar sem geta fangað fullorðna fugla. Hætturnar eru þó mun fleiri sem snúa að ungum og eggjum fuglsins og má þar helst nefna kyrkislöngur (Boa constrictor) og rottur sem herja á bæði unga og egg.

Félagskerfi

Grænvængja-arar sjást oftast í pörum eða stórum fjölskyldueiningum. Þeir geta einnig myndað frekar stóra hópa þar sem mikið er um æti eða við árbakka þar sem nóg er af leir..

Ungviði

Rannsóknir hafa sýnt að varptími grænvængja-arans er frá mars til nóvember, en hvenær hann verpir fer einkum eftir því hvar á útbreiðslusvæðinu hann er staddur. Þeir verpa frá einu til þremur eggjum í hvert skipti og tekur útungunin á bilinu 25-28 daga. Ungarnir verða svo fleygir þegar þeir eru á bilinu 90 til 100 daga gamlir.

Grænvængja-arar sem gæludýr

Eins og aðrir arar verða grænvængja-arar afar gamlir eða allt að 50 ára. þó þekkt séu dæmi um enn eldri fugla. Arar geta tengst eigendum sínum mjög sterkum böndum, þá sérstaklega ef þeir komast ekki í návígi við fugl af gagnstæðu kyni.

Grænvængja-arar eiga auðvelt með að læra að tala þó nokkrar aðrar tegundir páfagauka taki þeim fram í eftiröpun og minni. Áður en páfagaukar eru teknir sem gæludýr er mjög mikilvægt að kynna sér til hlítar atferli þeirra og þarfir. Flestir tegundir páfagauka þarfnast mjög mikillar athygli, venjulega talsvert meiri en hundar, og hafa mikla þörf fyrir stöðugt en jafnframt örvandi umhverfi.

Staða tegundarinnar

Tegundir af ættkvísl ara, sem nú eru 14 talsins, hafa orðið illa úti vegna veiða og búsvæðaröskunar af völdum mannsins. Flestar þær tegundir sem enn finnast villtar í náttúrunni eru í útrýmingarhættu og eru fimm tegundir nú þegar útdauðar. Samkvæmt verndunarsamtökunum IUCN er grænvængja-arinn þó sennilega í hvað minnstri hættu. Hann finnst á um 8,1 milljón ferkílómetra svæði og telst vera nokkuð algengur á stórum hluta þess. Ekki eru þó fyrirliggjandi neinar rannsóknir á heildarstofnstærð tegundarinnar.

Bláguli arinn (Ara aracuna)

Bláguli-arinn er einnig stórvaxinn páfagaukur af ættkvísl Ara. Hann er svipaður að stærð og grænvængja-arinn eða frá 76 til 85 cm langur og vegur á bilinu 900 – 1.300 grömm. Útbreiðslusvæði hans spannar útbreiðslu láglendis regnskógar í Suður- og Mið-Ameríku.

Ungviði

Líkt og aðrir arar verpa blágulir arar fyrst þegar þeir eru þriggja til fjögurra ára gamlir. Lítið er vitað um varpatferli þeirra en þeir verpa á bilinu 1-3 eggjum og nær undantekningalaust kemst aðeins einn ungi á legg. Kvenfuglinn liggur á eggjunum en báðir foreldrarnir sjá um að verja hreiðrið fyrir afræningjum og geta þeir orðið mjög illskeyttir. Unginn verður venjulega fleygur um 10 vikna gamall.

Blágulir arar sem gæludýr

Bláguli arinn öðrum fuglum fremur hæfileika til að apa eftir hljóðum, svo sem orðum manna. Þetta hefur gert hann að afar vinsælu gæludýri og eru þeir seldir dýrum dómum víða um heim. Höfundur aflaði sér upplýsinga um verð á slíkum fuglum í Bandaríkjunum sem er á bilinu 1.500 til 2.000 dollarar eða frá 100.000 til 150.000 krónur fuglinn. Það má því ætla að þeir séu jafnvel enn dýrari hér á landi.

Bláguli arinn líkt og aðrir páfagaukar þarf mikla umönnun, enda afar félagslyndir fuglar. Einn helsti ókostur við að halda þessa fugla sem gæludýr er að þeir gefa frá sér afar háværa og hvella skræki. Þeir þurfa jafnframt gott rými ti lhreyfingar, en þó er ekki vinsælt að leyfa þeim að fara um fullkomlega frjálsum þar sem þeir hafa mikla þörf fyrir að naga hluti og geta fallegir húsmunir farið fyrir lítið ef þeir komast í þá. Blágulir-arar þurfa þó að hafa aðgang að hlutum sem þeir geta nagað og jafnframt þurfa þeir að geta komist í leikföng sem eru örvandi á einhvern hátt.

Staða tegundarinnar

Bláguli arinn er enn tiltölulega algengur í heimkynnum sínum og er ekki settur á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu. Það gengur þó í sífellu á búsvæði hans, en enn sem komið er hafa menn ekki áhyggjur af framtíð þessarar tegundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.1.2007

Spyrjandi

María Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? “ Vísindavefurinn, 24. janúar 2007. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6478.

Jón Már Halldórsson. (2007, 24. janúar). Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6478

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)? “ Vísindavefurinn. 24. jan. 2007. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6478>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera)

Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara).

Kjörlendi grænvængja-arans er í jaðri regnskóga Mið- og Suður-Ameríku, þá helst í Kólumbíu, Panama, Venesúela og Trínidad.

Grænvængja-arar eru með mjög sterkan gogg líkt og einkennandi er fyrir tegundir ættarinnar. Harður goggurinn er aðlögun að harðri fæðu eins og hnetum og fræjum en auk þess éta ararnir ógrynni af ýmsum ávöxtum og plöntum sem vaxa í regnskógum Mið- og Suður-Ameríku. Þeir éta ennfremur ýmsar tegundir eitraðra ávaxta, en hið sérstaka háttarlag þeirra að innbyrða leir sem safnast við árbakka er talið gera eitrið óvirkt.Grænvængja-arinn er einnig nefndur rauðgræni arinn og eru þeir afar vinsæl og útbreidd gæludýr.

Helstu afræningjar grænvængja-arans eru meðal annars stórir haukar sem geta fangað fullorðna fugla. Hætturnar eru þó mun fleiri sem snúa að ungum og eggjum fuglsins og má þar helst nefna kyrkislöngur (Boa constrictor) og rottur sem herja á bæði unga og egg.

Félagskerfi

Grænvængja-arar sjást oftast í pörum eða stórum fjölskyldueiningum. Þeir geta einnig myndað frekar stóra hópa þar sem mikið er um æti eða við árbakka þar sem nóg er af leir..

Ungviði

Rannsóknir hafa sýnt að varptími grænvængja-arans er frá mars til nóvember, en hvenær hann verpir fer einkum eftir því hvar á útbreiðslusvæðinu hann er staddur. Þeir verpa frá einu til þremur eggjum í hvert skipti og tekur útungunin á bilinu 25-28 daga. Ungarnir verða svo fleygir þegar þeir eru á bilinu 90 til 100 daga gamlir.

Grænvængja-arar sem gæludýr

Eins og aðrir arar verða grænvængja-arar afar gamlir eða allt að 50 ára. þó þekkt séu dæmi um enn eldri fugla. Arar geta tengst eigendum sínum mjög sterkum böndum, þá sérstaklega ef þeir komast ekki í návígi við fugl af gagnstæðu kyni.

Grænvængja-arar eiga auðvelt með að læra að tala þó nokkrar aðrar tegundir páfagauka taki þeim fram í eftiröpun og minni. Áður en páfagaukar eru teknir sem gæludýr er mjög mikilvægt að kynna sér til hlítar atferli þeirra og þarfir. Flestir tegundir páfagauka þarfnast mjög mikillar athygli, venjulega talsvert meiri en hundar, og hafa mikla þörf fyrir stöðugt en jafnframt örvandi umhverfi.

Staða tegundarinnar

Tegundir af ættkvísl ara, sem nú eru 14 talsins, hafa orðið illa úti vegna veiða og búsvæðaröskunar af völdum mannsins. Flestar þær tegundir sem enn finnast villtar í náttúrunni eru í útrýmingarhættu og eru fimm tegundir nú þegar útdauðar. Samkvæmt verndunarsamtökunum IUCN er grænvængja-arinn þó sennilega í hvað minnstri hættu. Hann finnst á um 8,1 milljón ferkílómetra svæði og telst vera nokkuð algengur á stórum hluta þess. Ekki eru þó fyrirliggjandi neinar rannsóknir á heildarstofnstærð tegundarinnar.

Bláguli arinn (Ara aracuna)

Bláguli-arinn er einnig stórvaxinn páfagaukur af ættkvísl Ara. Hann er svipaður að stærð og grænvængja-arinn eða frá 76 til 85 cm langur og vegur á bilinu 900 – 1.300 grömm. Útbreiðslusvæði hans spannar útbreiðslu láglendis regnskógar í Suður- og Mið-Ameríku.

Ungviði

Líkt og aðrir arar verpa blágulir arar fyrst þegar þeir eru þriggja til fjögurra ára gamlir. Lítið er vitað um varpatferli þeirra en þeir verpa á bilinu 1-3 eggjum og nær undantekningalaust kemst aðeins einn ungi á legg. Kvenfuglinn liggur á eggjunum en báðir foreldrarnir sjá um að verja hreiðrið fyrir afræningjum og geta þeir orðið mjög illskeyttir. Unginn verður venjulega fleygur um 10 vikna gamall.

Blágulir arar sem gæludýr

Bláguli arinn öðrum fuglum fremur hæfileika til að apa eftir hljóðum, svo sem orðum manna. Þetta hefur gert hann að afar vinsælu gæludýri og eru þeir seldir dýrum dómum víða um heim. Höfundur aflaði sér upplýsinga um verð á slíkum fuglum í Bandaríkjunum sem er á bilinu 1.500 til 2.000 dollarar eða frá 100.000 til 150.000 krónur fuglinn. Það má því ætla að þeir séu jafnvel enn dýrari hér á landi.

Bláguli arinn líkt og aðrir páfagaukar þarf mikla umönnun, enda afar félagslyndir fuglar. Einn helsti ókostur við að halda þessa fugla sem gæludýr er að þeir gefa frá sér afar háværa og hvella skræki. Þeir þurfa jafnframt gott rými ti lhreyfingar, en þó er ekki vinsælt að leyfa þeim að fara um fullkomlega frjálsum þar sem þeir hafa mikla þörf fyrir að naga hluti og geta fallegir húsmunir farið fyrir lítið ef þeir komast í þá. Blágulir-arar þurfa þó að hafa aðgang að hlutum sem þeir geta nagað og jafnframt þurfa þeir að geta komist í leikföng sem eru örvandi á einhvern hátt.

Staða tegundarinnar

Bláguli arinn er enn tiltölulega algengur í heimkynnum sínum og er ekki settur á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu. Það gengur þó í sífellu á búsvæði hans, en enn sem komið er hafa menn ekki áhyggjur af framtíð þessarar tegundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...