Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til hættulegir páfagaukar?

Jón Már Halldórsson

Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórvaxnir páfagaukar sem sitja á öxlum manna, klóra með stórum klóm í andlit og jafnvel háls. Algengustu slysin sem páfagaukar valda eru þó bit í fingur. Sár eftir páfagauksbit geta verið mjög djúp.

Rétt er að taka fram að þótt dýr eigi að teljast tamin geta þau engu að síður bitið. Allar dýrategundir sem menn hafa haldið sem húsdýr eða gæludýr hafa orðið uppvís af biti. Ótal slík tilvik eru skráð í sjúkraskrár víða um heim, hvort sem það eru bit eftir hross, nautgripi eða önnur dýr sem öllu jafna eru ólíklegir „bitvargar“. Ástæðan fyrir því að dýrin bíta, kann að vera hræðsla, vegna verndar afkvæma, leikur, aðvörun og árásarhneigð, svo nokkur dæmi séu nefnd.


Páfagaukar geta bæði bitið fólk og klórað.

Þótt páfagaukar séu yfirleitt dagfarsprúðir geta þeir sýnt mikla árásarhneigð. Því miður kunna margir ekki að lesa í hegðun þeirra en páfagaukurinn varar menn oft við með einhverju atferli. Ef páfagaukurinn bítur þurfa menn iðulega að leita aðstoðar læknis. Í Bandaríkjunum er mælst til þess að búr páfagauka séu höfð þar sem börn ná ekki til.

Páfagaukar geta verið hættulegir eins og önnur dýr og ber að umgangast þá með vissri varúð. Þetta eru öflugir fuglar og rétt umgengni við þá er lykilatriði í að koma í veg fyrir slys. Slíkt á einnig við um önnur vinsæl húsdýr eins og hunda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.2.2009

Spyrjandi

Elvar Karel Jóhannesson, f. 1997

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til hættulegir páfagaukar?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51381.

Jón Már Halldórsson. (2009, 16. febrúar). Eru til hættulegir páfagaukar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51381

Jón Már Halldórsson. „Eru til hættulegir páfagaukar?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51381>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til hættulegir páfagaukar?
Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórvaxnir páfagaukar sem sitja á öxlum manna, klóra með stórum klóm í andlit og jafnvel háls. Algengustu slysin sem páfagaukar valda eru þó bit í fingur. Sár eftir páfagauksbit geta verið mjög djúp.

Rétt er að taka fram að þótt dýr eigi að teljast tamin geta þau engu að síður bitið. Allar dýrategundir sem menn hafa haldið sem húsdýr eða gæludýr hafa orðið uppvís af biti. Ótal slík tilvik eru skráð í sjúkraskrár víða um heim, hvort sem það eru bit eftir hross, nautgripi eða önnur dýr sem öllu jafna eru ólíklegir „bitvargar“. Ástæðan fyrir því að dýrin bíta, kann að vera hræðsla, vegna verndar afkvæma, leikur, aðvörun og árásarhneigð, svo nokkur dæmi séu nefnd.


Páfagaukar geta bæði bitið fólk og klórað.

Þótt páfagaukar séu yfirleitt dagfarsprúðir geta þeir sýnt mikla árásarhneigð. Því miður kunna margir ekki að lesa í hegðun þeirra en páfagaukurinn varar menn oft við með einhverju atferli. Ef páfagaukurinn bítur þurfa menn iðulega að leita aðstoðar læknis. Í Bandaríkjunum er mælst til þess að búr páfagauka séu höfð þar sem börn ná ekki til.

Páfagaukar geta verið hættulegir eins og önnur dýr og ber að umgangast þá með vissri varúð. Þetta eru öflugir fuglar og rétt umgengni við þá er lykilatriði í að koma í veg fyrir slys. Slíkt á einnig við um önnur vinsæl húsdýr eins og hunda.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...