Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins.
Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir haldist við yfirborðið. Venjulegar flugvélar eða þotur mundu ekki heldur geta flogið á tunglinu, af sömu ástæðu.
Eldflaugar eða geimför knúin eldflaugum geta hins vegar flogið við yfirborð tunglsins eins og raunar annars staðar í geimnum. Það byggist á því að þær spyrna frá sér massa með miklum hraða og fá þá sjálfar hraða í gagnstæða stefnu.
Flug eldflauga í geimnum er útskýrt nánar í alllöngu svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er? Í rauninni er þessari spurningu um fuglana einnig svarað þar.
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?“ Vísindavefurinn, 3. september 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1870.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 3. september). Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1870
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1870>.