Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Arnar Thorarensen Skúlason og Hákon Darri Jökulsson

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona:
Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæki stjórnvalda til þess að stjórna hverjir fá að fara úr landi og hverjir fá að koma inn í landið.

Í vegabréfi eru meðal annars upplýsingar um nafn, fæðingardag, kyn og fæðingarstað, ásamt mynd og undirskrift. Ísland fylgir reglum og tilmælum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um vegabréf. Öll íslensk vegabréf gefin út eftir 23. maí 2006 eru með örflögu sem geymir sömu upplýsingar og eru í véllesanlegri rönd vegabréfsins, ásamt stafrænni mynd og rithandarsýnishorni. Vegabréf gefin út eftir 28. júní 2009 geyma jafnframt fingraför í örflögunni.

Íslensk vegabréf eru gefin út af Þjóðskrá. Gildistími þeirra er 10 ár en 5 ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Meðal elstu heimilda um eins konar vegabréf er að finna í Gamla testamentinu. Þar segir frá Nehemía, sem var í þjónustu Artahsastar Persakonungs. Hann ferðast til Júdeu með bréf frá konungi upp á vasann. Bréfið átti hann að sýna yfirvöldum á þeim svæðum sem hann fór um til þess að geta haldið áfram leið sinni óáreittur. Nehemía hafði þess vegna eins konar ferðaskilríki eða staðfestingu á því hver hann var og að hann væri á ferð með leyfi konungs.

Á mörgum erlendum málum er orðið passport (fr. passeport) notað um vegabréf. Uppruna þess má rekja til miðalda. Franska orðið passe er boðháttur sagnarinnar 'að fara í gegn, fara fram hjá' og port merkti meðal annars 'borgarhlið'. Ferðalangar í Evrópu á miðöldum voru þess vegna með skjal frá yfirvöldum sem gaf þeim leyfi til þess að fara í gegnum borgarhlið tiltekinna borga eða bæja.

Snemma á 15. öld, á tímum Hinriks V. Englandskonungs, voru gefin út ferðaskilríki, eins konar vegabréf, fyrir enska þegna. Með þeim gátu þeir gert grein fyrir sér þegar ferðast var til annarra landa. Sumir álíta að þetta hafi verið fyrstu eiginlegu vegabréfin.

Það var ekki óalgengt að gefin væru út fjölskylduvegabréf eða að börn voru skráð í vegabréf foreldra. Það hefur breyst og nú þurfa til dæmis börn í Evrópu að hafa sitt eigið vegabréf.

Á seinni hluta 19. aldar jukust ferðalög á milli landa í Evrópu. Bættur hagur almennings og greiðar samgöngur með tilkomu járnbrautarlesta höfðu sitt að segja um það. Með þessum auknu ferðalögum dró úr vegabréfaeftirliti, enda var það tímafrekt og erfitt að halda í við fjölda ferðamanna. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hins vegar hert á vegabréfaeftirliti í Evrópu af öryggisástæðum og festist það í sessi eftir það.

Nú þurfa ferðalangar yfirleitt að framvísa vegabréfi þegar þeir heimsækja önnur lönd. Í mörgum tilfellum er ekki nóg að sýna vegabréfið heldur þarf einnig að fá sérstaka áritun frá landinu sem á að heimsækja.

Svonefnt Schengen-samstarf snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan landa sem taka þátt í því. Hægt er að lesa um það í svari við spurningunni: Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

25.7.2016

Spyrjandi

Steinunn Pétursdóttir

Tilvísun

Arnar Thorarensen Skúlason og Hákon Darri Jökulsson. „Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2016, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18739.

Arnar Thorarensen Skúlason og Hákon Darri Jökulsson. (2016, 25. júlí). Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18739

Arnar Thorarensen Skúlason og Hákon Darri Jökulsson. „Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2016. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18739>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona:

Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæki stjórnvalda til þess að stjórna hverjir fá að fara úr landi og hverjir fá að koma inn í landið.

Í vegabréfi eru meðal annars upplýsingar um nafn, fæðingardag, kyn og fæðingarstað, ásamt mynd og undirskrift. Ísland fylgir reglum og tilmælum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um vegabréf. Öll íslensk vegabréf gefin út eftir 23. maí 2006 eru með örflögu sem geymir sömu upplýsingar og eru í véllesanlegri rönd vegabréfsins, ásamt stafrænni mynd og rithandarsýnishorni. Vegabréf gefin út eftir 28. júní 2009 geyma jafnframt fingraför í örflögunni.

Íslensk vegabréf eru gefin út af Þjóðskrá. Gildistími þeirra er 10 ár en 5 ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Meðal elstu heimilda um eins konar vegabréf er að finna í Gamla testamentinu. Þar segir frá Nehemía, sem var í þjónustu Artahsastar Persakonungs. Hann ferðast til Júdeu með bréf frá konungi upp á vasann. Bréfið átti hann að sýna yfirvöldum á þeim svæðum sem hann fór um til þess að geta haldið áfram leið sinni óáreittur. Nehemía hafði þess vegna eins konar ferðaskilríki eða staðfestingu á því hver hann var og að hann væri á ferð með leyfi konungs.

Á mörgum erlendum málum er orðið passport (fr. passeport) notað um vegabréf. Uppruna þess má rekja til miðalda. Franska orðið passe er boðháttur sagnarinnar 'að fara í gegn, fara fram hjá' og port merkti meðal annars 'borgarhlið'. Ferðalangar í Evrópu á miðöldum voru þess vegna með skjal frá yfirvöldum sem gaf þeim leyfi til þess að fara í gegnum borgarhlið tiltekinna borga eða bæja.

Snemma á 15. öld, á tímum Hinriks V. Englandskonungs, voru gefin út ferðaskilríki, eins konar vegabréf, fyrir enska þegna. Með þeim gátu þeir gert grein fyrir sér þegar ferðast var til annarra landa. Sumir álíta að þetta hafi verið fyrstu eiginlegu vegabréfin.

Það var ekki óalgengt að gefin væru út fjölskylduvegabréf eða að börn voru skráð í vegabréf foreldra. Það hefur breyst og nú þurfa til dæmis börn í Evrópu að hafa sitt eigið vegabréf.

Á seinni hluta 19. aldar jukust ferðalög á milli landa í Evrópu. Bættur hagur almennings og greiðar samgöngur með tilkomu járnbrautarlesta höfðu sitt að segja um það. Með þessum auknu ferðalögum dró úr vegabréfaeftirliti, enda var það tímafrekt og erfitt að halda í við fjölda ferðamanna. Í fyrri heimsstyrjöldinni var hins vegar hert á vegabréfaeftirliti í Evrópu af öryggisástæðum og festist það í sessi eftir það.

Nú þurfa ferðalangar yfirleitt að framvísa vegabréfi þegar þeir heimsækja önnur lönd. Í mörgum tilfellum er ekki nóg að sýna vegabréfið heldur þarf einnig að fá sérstaka áritun frá landinu sem á að heimsækja.

Svonefnt Schengen-samstarf snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan landa sem taka þátt í því. Hægt er að lesa um það í svari við spurningunni: Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...