Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?

Helga Hafliðadóttir

Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998.

Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið gefi út diplómatísk vegabréf samkvæmt reglum sem utanríkisráðherra setur. Þessar reglur er að finna í reglugerð nr. 55/2004 um diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Í 2. gr. reglanna er tæmandi talning á því hverjir geti fengið diplómatísk vegabréf. Diplómatísk vegabréf fá diplómatískir fulltrúar utanríkisþjónustunnar (meðal þeirra eru yfirleitt sendiræðismenn) og aðrir sem sendiríkið óskar að njóti diplómatískra réttinda erlendis, meðal annars þjóðhöfðingjar, ráðherrar, hæstaréttardómarar, þingforsetar og fulltrúar í mikilvægum sendinefndum. Makar ofangreindra aðila og börn þeirra innan ákveðins aldurs fá yfirleitt samskonar vegabréf.

Réttaráhrif diplómatískra vegabréfa eru lítil og eru bréfin því í raun hálfgert formsatriði. Í einstaka tilvikum geta þau liðkað fyrir samskiptum eða verið betra að hafa þau í sumum löndum. Handhafar þeirra fá ekki sjálfkrafa diplómatísk réttindi á við sendierindreka utanríkisþjónustunnar.

Rétt er að benda á 2. kafla laga um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband nr. 4/1978, en þar kemur fram hver diplómatísku réttindin eru.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.2.2006

Spyrjandi

Konráð Jónsson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2006. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5630.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 9. febrúar). Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5630

Helga Hafliðadóttir. „Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2006. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5630>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?
Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998.

Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið gefi út diplómatísk vegabréf samkvæmt reglum sem utanríkisráðherra setur. Þessar reglur er að finna í reglugerð nr. 55/2004 um diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Í 2. gr. reglanna er tæmandi talning á því hverjir geti fengið diplómatísk vegabréf. Diplómatísk vegabréf fá diplómatískir fulltrúar utanríkisþjónustunnar (meðal þeirra eru yfirleitt sendiræðismenn) og aðrir sem sendiríkið óskar að njóti diplómatískra réttinda erlendis, meðal annars þjóðhöfðingjar, ráðherrar, hæstaréttardómarar, þingforsetar og fulltrúar í mikilvægum sendinefndum. Makar ofangreindra aðila og börn þeirra innan ákveðins aldurs fá yfirleitt samskonar vegabréf.

Réttaráhrif diplómatískra vegabréfa eru lítil og eru bréfin því í raun hálfgert formsatriði. Í einstaka tilvikum geta þau liðkað fyrir samskiptum eða verið betra að hafa þau í sumum löndum. Handhafar þeirra fá ekki sjálfkrafa diplómatísk réttindi á við sendierindreka utanríkisþjónustunnar.

Rétt er að benda á 2. kafla laga um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband nr. 4/1978, en þar kemur fram hver diplómatísku réttindin eru.

...