Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt.

Misjafnt er eftir háskólum hvernig nám í stjarneðlisfræði er skipulagt. Ef Háskóli Íslands er tekinn sem dæmi þá er núna hægt að ljúka þar meistaraprófi á 5 árum. Hyggilegt er fyrir framhaldsskólanema sem hefur hug á slíku háskólanámi að leggja áherslu á stærðfræði og eðlisfræði í menntaskólanum. Í háskóla mundi hann eða hún fyrst taka BS-próf í eðlisfræði, með nokkrum námskeiðum í stjarnvísindum, og jafnvel velja sér líka námskeið í öðrum greinum sem nýtast sérstaklega í stjarneðlisfræði. MS-námið sjálft fer fram undir handleiðslu tiltekins kennara og um helmingur þess felst í rannsóknarverkefni. Nemandinn fer venjulega til útlanda í eitt misseri eða svo og tekur þar námskeið um stjarnvísindi. Um þetta má lesa nánar í Kennsluskrá Háskóla Íslands sem kemur út í bók á hverju ári og er auk þess birt á vefsetri skólans.

Við erlenda háskóla eru til fleiri leiðir, til dæmis þannig að sérhæfing byrji fyrr. Ef menn ætla sér til útlanda strax eftir stúdentspróf er eðlilegt að velja skóla þar sem öflugar rannsóknir fara fram á þessu sviði. Stjarneðlisfræði heitir á ensku 'astrophysics' og má fá frekari upplýsingar með því að nota það orð í leitarvélum á Veraldarvefnum. Einnig er hægt að snúa sér til stjarnvísindamanna við Háskóla Íslands.



Mynd: spaceweather.com

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.10.2001

Spyrjandi

Atli Bent Þorsteinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?“ Vísindavefurinn, 5. október 2001, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1895.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 5. október). Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1895

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2001. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1895>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?
Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt.

Misjafnt er eftir háskólum hvernig nám í stjarneðlisfræði er skipulagt. Ef Háskóli Íslands er tekinn sem dæmi þá er núna hægt að ljúka þar meistaraprófi á 5 árum. Hyggilegt er fyrir framhaldsskólanema sem hefur hug á slíku háskólanámi að leggja áherslu á stærðfræði og eðlisfræði í menntaskólanum. Í háskóla mundi hann eða hún fyrst taka BS-próf í eðlisfræði, með nokkrum námskeiðum í stjarnvísindum, og jafnvel velja sér líka námskeið í öðrum greinum sem nýtast sérstaklega í stjarneðlisfræði. MS-námið sjálft fer fram undir handleiðslu tiltekins kennara og um helmingur þess felst í rannsóknarverkefni. Nemandinn fer venjulega til útlanda í eitt misseri eða svo og tekur þar námskeið um stjarnvísindi. Um þetta má lesa nánar í Kennsluskrá Háskóla Íslands sem kemur út í bók á hverju ári og er auk þess birt á vefsetri skólans.

Við erlenda háskóla eru til fleiri leiðir, til dæmis þannig að sérhæfing byrji fyrr. Ef menn ætla sér til útlanda strax eftir stúdentspróf er eðlilegt að velja skóla þar sem öflugar rannsóknir fara fram á þessu sviði. Stjarneðlisfræði heitir á ensku 'astrophysics' og má fá frekari upplýsingar með því að nota það orð í leitarvélum á Veraldarvefnum. Einnig er hægt að snúa sér til stjarnvísindamanna við Háskóla Íslands.



Mynd: spaceweather.com

...