Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?.
Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver getur með orðum útskýrt eða nóglega útskrifað ..."). Hún merkir einnig ?fullskrifa blað eða bók?, það er skrifa þar til ekki er meira pláss á síðu eða í bók. Að lokum merkir hún að ?skrá einhvern úr skóla, af sjúkrahúsi? og svo framvegis.
Sögnin innrita virðist ekki notuð fyrr en á 20. öld samkvæmt dæmum Orðabókar Háskólans og þá fyrst og fremst í merkingunni ?skrá einhvern í skóla, félag, á námskeið? og svo framvegis. Hún hefur að mestu tekið við af sögninni innskrifa þegar um þessa merkingu er að ræða. Oft er það svo að ákveðið orðalag vinnur sér hefð og svo virðist vera um innritast og útskrifast í nútímamáli.
Mynd: HB
