Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?

Guðrún Kvaran

Sögnin að skripla merkir að ‘renna, hrasa’. Ég kannast ekki við orðasambandið að skripla á dögunum en hins vegar að eitthvað skripli, skriki á skötunni í merkingunni ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’. Það þekkist þegar á 17. öld. Þekkt er sagan af séra Hálfdáni í Felli í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:502). Séra Hálfdán reiddi bónda nokkurn fyrir aftan sig á hesti sem fór mjög hratt yfir. Hesturinn kipptist allt í einu við og bóndi rak upp hljóð.

Prestur kallar upp og segir: „Þar skriplaði á skötu og haltu kjafti.“ Er það að máltæki haft síðan þegar hestar hrasa eða verður fótaskortur: „Þar skriplaði á skötu.“

Merking orðasambandins að eitthvað skripli, skriki á skötunni er ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’.

Ef einhver kannast við orðasambandið að skripla á dögunum má sá hinn sami gjarnan hafa samband.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.10.2020

Spyrjandi

Steinunn Lindbergsdòttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?“ Vísindavefurinn, 12. október 2020. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79200.

Guðrún Kvaran. (2020, 12. október). Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79200

Guðrún Kvaran. „Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2020. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79200>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?
Sögnin að skripla merkir að ‘renna, hrasa’. Ég kannast ekki við orðasambandið að skripla á dögunum en hins vegar að eitthvað skripli, skriki á skötunni í merkingunni ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’. Það þekkist þegar á 17. öld. Þekkt er sagan af séra Hálfdáni í Felli í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:502). Séra Hálfdán reiddi bónda nokkurn fyrir aftan sig á hesti sem fór mjög hratt yfir. Hesturinn kipptist allt í einu við og bóndi rak upp hljóð.

Prestur kallar upp og segir: „Þar skriplaði á skötu og haltu kjafti.“ Er það að máltæki haft síðan þegar hestar hrasa eða verður fótaskortur: „Þar skriplaði á skötu.“

Merking orðasambandins að eitthvað skripli, skriki á skötunni er ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’.

Ef einhver kannast við orðasambandið að skripla á dögunum má sá hinn sami gjarnan hafa samband.

Mynd:...