Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Boðháttur sagna er myndaður af stofni. Hann er ýmist stýfður, eins og far af fara, gef af gefa, eða viðskeyttur, farðu (úr far þú) gefðu (úr gef þú). Stofn sagnarinnar að kaupa er kaup og því er boðhátturinn annaðhvort kaup eða kauptu.
Oft heyrist boðháttarmyndin keyptu en hún er ekki rétt mynduð. Þar hefur þátíðin keypti líklegast haft áhrif. Framburðarmyndirnar smurja og spurja í stað smyrja og spyrja kalla fram boðháttarmyndirnar smurðu og spurðu í stað smyrðu og spyrðu og hefur þátíðin á sama hátt haft áhrif þar.
Guðrún Kvaran. „Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu?“ Vísindavefurinn, 18. október 2001, sótt 24. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1916.
Guðrún Kvaran. (2001, 18. október). Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1916
Guðrún Kvaran. „Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2001. Vefsíða. 24. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1916>.