Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "kauptu" eða "keyptu"

Sögnin að kaupa telst til veikra sagna og beygist í kennimyndum kaupa-keypti-keypt. Boðháttur er myndaður af fyrstu kennimynd. Hann getur verið tvenns konar: Stýfður boðháttur: kaup (= nafnháttur mínus -a) Viðskeyttur: aftan við stýfðan boðhátt er skeytt endingu 2. persónu eintölu: kauptu (= kaup þú).Kaup eða k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu?

Boðháttur sagna er myndaður af stofni. Hann er ýmist stýfður, eins og far af fara, gef af gefa, eða viðskeyttur, farðu (úr far þú) gefðu (úr gef þú). Stofn sagnarinnar að kaupa er kaup og því er boðhátturinn annaðhvort kaup eða kauptu. Oft heyrist boðháttarmyndin keyptu en hún er ekki rétt mynduð. Þar hefur þá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hliðstætt orð?

Þegar talað er um að orð sé hliðstætt er yfirleitt átt við fornöfn eða töluorð sem standa sem ákvæðisorð með því orði sem er aðalorð til dæmis í nafnlið. Andstæðan er sérstætt orð. Ef fornafn eða töluorð er sérstætt er það aðalorðið í nafnlið. Dæmi: Eitthvert ólag er á tölvunni (hliðstætt) Hann fór í eitthve...

Fleiri niðurstöður