Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö.

Dæmi:
  • Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla.
  • Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum.
  • Einar og Þóra spila bæði á píanó.

Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að nota hvor tveggja. Orðið buxur er til dæmis aðeins notað í fleirtölu og þegar segja þarf frá fleiri en einni flík er notað tvennar og hvor tveggja.

Dæmi:
  • Hann á tvennar buxur og eru hvorar tveggja slitnar.
Þar sem báðir er aðeins notað um eitthvað tvennt teljanlegt gengur ekki að nota það um eitthvað sem ekki er unnt að telja, til dæmis hveiti, sykur, salt. Þar er notað hvorugkyn eintölu af fornafninu hvor tveggja.

Dæmi:
  • Mig vantar hveiti og sykur í kökuna. Kauptu fyrir mig hvort tveggja þegar þú ferð út í búð (ekki bæði).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.1.2013

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson, f. 1997

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2013, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64006.

Guðrún Kvaran. (2013, 30. janúar). Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64006

Guðrún Kvaran. „Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2013. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64006>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?
Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö.

Dæmi:
  • Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla.
  • Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum.
  • Einar og Þóra spila bæði á píanó.

Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að nota hvor tveggja. Orðið buxur er til dæmis aðeins notað í fleirtölu og þegar segja þarf frá fleiri en einni flík er notað tvennar og hvor tveggja.

Dæmi:
  • Hann á tvennar buxur og eru hvorar tveggja slitnar.
Þar sem báðir er aðeins notað um eitthvað tvennt teljanlegt gengur ekki að nota það um eitthvað sem ekki er unnt að telja, til dæmis hveiti, sykur, salt. Þar er notað hvorugkyn eintölu af fornafninu hvor tveggja.

Dæmi:
  • Mig vantar hveiti og sykur í kökuna. Kauptu fyrir mig hvort tveggja þegar þú ferð út í búð (ekki bæði).

...