Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?

Orðið buxur er tökuorð í íslensku úr miðlágþýsku boxe, buxe sem aftur var líklega samandregið úr bocks-hose, þ.e. 'buxur úr geithafursskinni'. Það er þekkt frá 16. öld. Upphafleg merking er líklega 'skálmaflík' og ástæðan fyrir fleirtölunni er sú að flíkin hafði tvær skálmar.

Margir biðja um einar eða tvennar buxur þegar þeir kaupa hrogn en hrognin minna óneitanlega á flíkina. Aðrir í sömu erindum biðja um tvær skálmar, fjórar skálmar og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB.

Útgáfudagur

5.3.2003

Spyrjandi

Korinna Bauer

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2003. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3204.

Guðrún Kvaran. (2003, 5. mars). Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3204

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru buxur alltaf í fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2003. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3204>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.