Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss?

Almennt má segja að ekki er þörf á jafnmikilli upplausn í myndum á vefnum og á pappír. Þess vegna er til dæmis yfirleitt ekki hægt að birta myndir frá vefnum óbreyttar á pappír ef gerðar eru venjulegar gæðakröfur um birtingu.

Í flestum myndvinnsluforritum getur notandinn stýrt upplausninni á myndinni sem hann er að skoða eða vinna með. Þetta þarf ekki endilega að vera spurning um stærð myndarinnar því að lítil mynd getur verið mjög þéttriðin og stór mynd gisin þannig að þær taki jafnmikið pláss í tölvuminni eða á hörðum diski. Sum forrit leyfa okkur til dæmis að teygja myndirnar til án þess að skrárnar á bak við breytist neitt. Til að breyta rýminu sem myndin eða öllu heldur skráin tekur þarf yfirleitt að breyta stillingum í valmyndum í forritinu.Þessi mynd er aðeins þriðjungur af sinni upprunalegu stærð, samt sést hún mjög skýrt

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Sápukúla - Sótt 21.07.10

Útgáfudagur

29.10.2001

Spyrjandi

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss?“ Vísindavefurinn, 29. október 2001. Sótt 15. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1927.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 29. október). Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1927

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ég er með stafrænar myndir í mikilli upplausn. Ef ég minnka þær og set á vef taka þær þá ekki minna pláss?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2001. Vefsíða. 15. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1927>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnþórunn Guðmundsdóttir

1968

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga.