Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Steinar Jónsson

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt. Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?

Aðrar gagnageymslur eru til að mynda disklingar, geisladiskar, DVD-diskar og USB-minniskubbar. Allar geyma þær samt mun minna af gögnum en flestir harðir diskar og eru þar að auki hægvirkari. Nú er algengt að harðir diskar rúmi 40-500 gígabæti (GB) af gögnum. Miðað við þróun síðustu ára má búast við að geymslugeta harðra diska margfaldist í framtíðinni. Harðir diskar geta bæði verið innværir, það er inni í tölvukassanum, og útværir, það er utanáliggjandi.

Ekki höfðu allar tölvur harðan disk. Fyrsta tölvan á almennum markaði sem hafði innbyggðan harðan disk var tölvan IBM RAMAC 305, en IBM setti hana á markað 4. september árið 1956. Diskurinn gat rúmað 5 milljón tákna sem á nútímamælikvarða telst afar lítið. Fyrstu hörðu diskarnir voru stórir og klunnalegir, svo þeir urðu ekki að staðalbúnaði í einkatölvum fyrr en á níunda áratug 20. aldar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um harða diska, til dæmis:

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.7.2005

Spyrjandi

Jóhann Þorsteinsson, f. 1987

Tilvísun

Steinar Jónsson. „Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2005, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5141.

Steinar Jónsson. (2005, 18. júlí). Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5141

Steinar Jónsson. „Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2005. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5141>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?
Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt. Nánar má lesa um þetta í svari við spurningunni Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?

Aðrar gagnageymslur eru til að mynda disklingar, geisladiskar, DVD-diskar og USB-minniskubbar. Allar geyma þær samt mun minna af gögnum en flestir harðir diskar og eru þar að auki hægvirkari. Nú er algengt að harðir diskar rúmi 40-500 gígabæti (GB) af gögnum. Miðað við þróun síðustu ára má búast við að geymslugeta harðra diska margfaldist í framtíðinni. Harðir diskar geta bæði verið innværir, það er inni í tölvukassanum, og útværir, það er utanáliggjandi.

Ekki höfðu allar tölvur harðan disk. Fyrsta tölvan á almennum markaði sem hafði innbyggðan harðan disk var tölvan IBM RAMAC 305, en IBM setti hana á markað 4. september árið 1956. Diskurinn gat rúmað 5 milljón tákna sem á nútímamælikvarða telst afar lítið. Fyrstu hörðu diskarnir voru stórir og klunnalegir, svo þeir urðu ekki að staðalbúnaði í einkatölvum fyrr en á níunda áratug 20. aldar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um harða diska, til dæmis:

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....