Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það?

Innra minni (e. internal memory) tölvu, eða öðru nafni vinnsluminni, geymir þær upplýsingar sem tölvan er að vinna með á hverju andartaki. Sérhvert forrit sem er í gangi á tölvunni þarf sinn skerf af þessu minni, mismikið eftir því hversu flókið forritið er og eftir því hversu miklar upplýsingar forritið þarf að hafa í vinnslu í einu.Hins vegar hafa allflestar tölvur einnig svokallað ytra minni, sem getur verið harðir diskar, disklingastöðvar, segulbandsstöðvar og margt fleira.

Innra minni er mun dýrara en ytra minni, en jafnframt mun hraðvirkara. Í flestum tölvum týnist allt innihald innra minnis þegar slökkt er á tölvunni, en innihald ytra minnis, svo sem harðdiska, helst óbreytt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB

Útgáfudagur

29.5.2001

Spyrjandi

Matthías Páll

Höfundur

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það? “ Vísindavefurinn, 29. maí 2001. Sótt 20. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=1659.

Snorri Agnarsson. (2001, 29. maí). Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1659

Snorri Agnarsson. „Hvað er innra minni í tölvum og til hvers er það? “ Vísindavefurinn. 29. maí. 2001. Vefsíða. 20. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1659>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.