Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?

Bergþór Jónsson

Upphafleg spurning var svona:

Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti?

Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkastagetu tölva.

Ég geri ráð fyrir að fyrirspyrjandi sé með Windows stýrikerfið og er þetta svar því miðað við það, en það sama gildir í stórum dráttum fyrir önnur stýrikerfi sem hafa grafískt notendaviðmót (GUI = Graphical User Interface).

Stærð vinnsluminnis tölvunnar skiptir miklu máli í flestum forritum. Minnið á skjákortinu skiptir að vísu mestu máli í tölvuleikjum en í flestum öðrum tilfellum er vinnsluminnið aðalatriðið. Stýrikerfið leggur undir sig mikinn hluta vinnsluminnisins. Microsoft gefur út að lágmarksminni fyrir Windows 95 og 98 sé 32 MB (Megabæti = 1024 x 1024 bæti = 220 bæti), en flestir eru sammála um að 64 MB sé raunhæfara. Windows NT þarf að minnsta kosti 64 MB og Windows2000 þarf 128 MB [Samkvæmt Microsoft þarf Windows XP minnst 128 MB og Windows 7 eitt gígabæt (GB)].



Sumir þurfa mörg minni í tölvuna til þess að geta keyrt vinnsluna sína.

Auðvitað eykst minnisþörfin þegar fleiri en eitt forrit er opið í einu en aukið minni eykur einnig afkastagetuna þegar unnið er með stór skjöl í Word eða Excel, svo að ekki sé minnst á myndvinnsluforrit. Ástæðan fyrir því að aukið minni hefur svo mikil áhrif á afkastagetu tölvu sem keyrir Windows stýrikerfið er ekki síst sú að stýrikerfið býr til sýndarminni á harða disknum ef minni tölvunnar er að verða búið, og fer síðan að skrifa í sýndarminnið. Aðgangstími í innra minnið mælist í nanósekúndum (10-9 sek) en aðgangstíminn á harða diskinn í millisekúndum (10-3 s) sem er milljón sinnum meiri tími. Af því má glöggt sjá að notkun sýndarminnis í stað vinnsluminnis hefur veruleg áhrif á afköstin.

Hins vegar er ekki þar með sagt að línulegt samband sé milli minnisstærðar og afkastagetu. Í Windows 98 má búast við mikilli aukningu afkasta í öllum venjulegum skrifstofuhugbúnaði, Word, Excel, Photoshop, CorelDraw og þess háttar, með því að stækka minnið úr 32 MB í 64 MB, jafnvel allt að 20 %, frá 64 MB í 128 MB aukast afköst um hér um bil 8 % en frá 128 MB til 256 MB í mesta lagi um 2 %. Hins vegar hefur minnisstærð hverfandi áhrif á þrívíða leiki eins og til dæmis Quake.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Vinnsluminni - Sótt 22.07.10

Höfundur

framhaldsnemi í tölvunarfræði við DTU

Útgáfudagur

20.10.2000

Spyrjandi

Bjarni Valsson

Tilvísun

Bergþór Jónsson. „Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?“ Vísindavefurinn, 20. október 2000, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1016.

Bergþór Jónsson. (2000, 20. október). Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1016

Bergþór Jónsson. „Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2000. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1016>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?
Upphafleg spurning var svona:

Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti?

Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkastagetu tölva.

Ég geri ráð fyrir að fyrirspyrjandi sé með Windows stýrikerfið og er þetta svar því miðað við það, en það sama gildir í stórum dráttum fyrir önnur stýrikerfi sem hafa grafískt notendaviðmót (GUI = Graphical User Interface).

Stærð vinnsluminnis tölvunnar skiptir miklu máli í flestum forritum. Minnið á skjákortinu skiptir að vísu mestu máli í tölvuleikjum en í flestum öðrum tilfellum er vinnsluminnið aðalatriðið. Stýrikerfið leggur undir sig mikinn hluta vinnsluminnisins. Microsoft gefur út að lágmarksminni fyrir Windows 95 og 98 sé 32 MB (Megabæti = 1024 x 1024 bæti = 220 bæti), en flestir eru sammála um að 64 MB sé raunhæfara. Windows NT þarf að minnsta kosti 64 MB og Windows2000 þarf 128 MB [Samkvæmt Microsoft þarf Windows XP minnst 128 MB og Windows 7 eitt gígabæt (GB)].



Sumir þurfa mörg minni í tölvuna til þess að geta keyrt vinnsluna sína.

Auðvitað eykst minnisþörfin þegar fleiri en eitt forrit er opið í einu en aukið minni eykur einnig afkastagetuna þegar unnið er með stór skjöl í Word eða Excel, svo að ekki sé minnst á myndvinnsluforrit. Ástæðan fyrir því að aukið minni hefur svo mikil áhrif á afkastagetu tölvu sem keyrir Windows stýrikerfið er ekki síst sú að stýrikerfið býr til sýndarminni á harða disknum ef minni tölvunnar er að verða búið, og fer síðan að skrifa í sýndarminnið. Aðgangstími í innra minnið mælist í nanósekúndum (10-9 sek) en aðgangstíminn á harða diskinn í millisekúndum (10-3 s) sem er milljón sinnum meiri tími. Af því má glöggt sjá að notkun sýndarminnis í stað vinnsluminnis hefur veruleg áhrif á afköstin.

Hins vegar er ekki þar með sagt að línulegt samband sé milli minnisstærðar og afkastagetu. Í Windows 98 má búast við mikilli aukningu afkasta í öllum venjulegum skrifstofuhugbúnaði, Word, Excel, Photoshop, CorelDraw og þess háttar, með því að stækka minnið úr 32 MB í 64 MB, jafnvel allt að 20 %, frá 64 MB í 128 MB aukast afköst um hér um bil 8 % en frá 128 MB til 256 MB í mesta lagi um 2 %. Hins vegar hefur minnisstærð hverfandi áhrif á þrívíða leiki eins og til dæmis Quake.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Mynd: Vinnsluminni - Sótt 22.07.10...