Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Ebba Þóra Hvannberg

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót.

Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er eins og hver annar hugbúnaður og hefur viðmót, bæði forritsviðmót og notendaviðmót. Í gegnum notendaviðmót biður notandinn stýrikerfið um að framkvæma eitthvert verk eins og að keyra notendaforrit, skoða stöðu forrita, stilla netbúnað og prenta. Í mörgum tilfellum eru notendaviðmót stýrikerfa aðskilin því. Þannig getur stýrikerfið haft margs konar notendaviðmót, svo sem skipanaviðmót (e. CLI, command line interface) og myndrænt notendaviðmót (e. GUI, graphical user interface).


Dæmi um skipanaviðmót eða leturviðmót. Myndin er út forriti fyrir stýrikerfið MS-DOS.

Notendaviðmót sem ekki eru myndræn mætti nefna skipanaviðmót eða leturviðmót því gagnvirkni við það byggist á að notandi stýrir hugbúnaðarkerfinu með skipunum sem samanstanda af orðum, bókstöfum eða tölum. Úttakið birtist svo sem texti á skjánum. Þurfi notandi að velja á milli nokkurra kosta er honum gefinn listi af setningum og hann svo beðinn um að tákna eina þeirra með því að skrifa tiltekinn staf eða orð.

Myndræn notendaviðmót einkennast af því að notandi getur stýrt hugbúnaðarkerfi í gegnum hluti eins og glugga, valmyndir, hnappa, stikur og textasvið. Sem viðbrögð við inntaki, eða stýringu á hugbúnaðarkerfinu, birtir kerfið notandanum nýja stöðu sína á myndrænan hátt, það er með tilbúnum teikningum eða myndum. Notendaviðmótshlutir eru gjarnan nokkrir saman í glugga sem hægt er að smíða, eyða, færa til, stækka eða minnka. Myndræn notendaviðmót með slíkum gluggum eru gjarnan kölluð gluggakerfi.


Myndræn notendaviðmót, oft kölluð gluggakerfi.

Uppruna gluggakerfa má rekja til vinnu Doug Englebart á sjöunda áratug 20. aldar. Á sama tíma vann hann einnig að hugmyndum um tölvumýs og stiklutexta (e. hypertext), það er texta sem er tengill í annan texta eins og gjarnan er notað á vefsíðum. Síðar þróuðu Alan Kay og aðrir hjá Xerox PARC-gluggakerfishugmyndina frekar, í þetta sinn sem hluta af svokölluðu Dynabook-verkefni. Fyrstu gluggakerfin fyrir stýrikerfi voru svo gefin út árið 1984 á Macintosh-stýrikerfi Apple-tölvunnar. Nokkru síðar var Microsoft Windows gefið út í sinni fyrstu útgáfu. Eins og nafnið bendir til var aðalnotendaviðmót þess einnig gluggakerfi.

Á níunda áratugnum var orðin mikil þörf á öflugu myndrænu notendaviðmóti sem hægt var að nota á skilvirkan hátt yfir net og á margs konar skjáum. Þetta varð hvatinn að því að Bob Scheifler og Jim Gettys hjá MIT-háskólanum í Boston hönnuðu X-gluggakerfið (e. X Windows System). Markmiðið var að gluggakerfið væri óháð tegund vélbúnaðar sem fólk notaði (e. portable), netgegnsætt (e. network transparent), gæti þjónað margs konar notendaforritum samtímis, væri afkastamikið, gæti birt marga glugga sem eru skipulagðir í stigveldi og að hægt væri að útvíkka gluggakerfið.

X-gluggakerfið er byggt þannig upp að staðartölva (e. local computer, það er tölva notandans) eða X-skjár keyrir X-þjón (e. server). Þjónninn hefur svo samskipti við ýmiss konar notendaforrit sem kallast X-biðlarar (e. client). Þessi forrit eru jafnvel keyrð á fjartölvu (e. remote computer, önnur tölva en tölva notandans). Nánari útlistun á gerð X-gluggakerfisins má finna á X.org.

UNIX-stýrikerfi og UNIX-leg stýrikerfi, eins og Linux, hafa notendaviðmót sem byggja á X-gluggakerfum; vinsæl kerfi eru til dæmis CDE(Motif), KDE(Qt) og GNOME(GTK+). Mörg þessara gluggakerfa er reyndar hægt að keyra á ýmsum tegundum bæði UNIX-stýrikerfa og Windows-stýrikerfa.

Frekara lesefni af Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.11.2005

Spyrjandi

Gréta Friðriksdóttir

Tilvísun

Ebba Þóra Hvannberg. „Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5423.

Ebba Þóra Hvannberg. (2005, 22. nóvember). Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5423

Ebba Þóra Hvannberg. „Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5423>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?
Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót.

Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er eins og hver annar hugbúnaður og hefur viðmót, bæði forritsviðmót og notendaviðmót. Í gegnum notendaviðmót biður notandinn stýrikerfið um að framkvæma eitthvert verk eins og að keyra notendaforrit, skoða stöðu forrita, stilla netbúnað og prenta. Í mörgum tilfellum eru notendaviðmót stýrikerfa aðskilin því. Þannig getur stýrikerfið haft margs konar notendaviðmót, svo sem skipanaviðmót (e. CLI, command line interface) og myndrænt notendaviðmót (e. GUI, graphical user interface).


Dæmi um skipanaviðmót eða leturviðmót. Myndin er út forriti fyrir stýrikerfið MS-DOS.

Notendaviðmót sem ekki eru myndræn mætti nefna skipanaviðmót eða leturviðmót því gagnvirkni við það byggist á að notandi stýrir hugbúnaðarkerfinu með skipunum sem samanstanda af orðum, bókstöfum eða tölum. Úttakið birtist svo sem texti á skjánum. Þurfi notandi að velja á milli nokkurra kosta er honum gefinn listi af setningum og hann svo beðinn um að tákna eina þeirra með því að skrifa tiltekinn staf eða orð.

Myndræn notendaviðmót einkennast af því að notandi getur stýrt hugbúnaðarkerfi í gegnum hluti eins og glugga, valmyndir, hnappa, stikur og textasvið. Sem viðbrögð við inntaki, eða stýringu á hugbúnaðarkerfinu, birtir kerfið notandanum nýja stöðu sína á myndrænan hátt, það er með tilbúnum teikningum eða myndum. Notendaviðmótshlutir eru gjarnan nokkrir saman í glugga sem hægt er að smíða, eyða, færa til, stækka eða minnka. Myndræn notendaviðmót með slíkum gluggum eru gjarnan kölluð gluggakerfi.


Myndræn notendaviðmót, oft kölluð gluggakerfi.

Uppruna gluggakerfa má rekja til vinnu Doug Englebart á sjöunda áratug 20. aldar. Á sama tíma vann hann einnig að hugmyndum um tölvumýs og stiklutexta (e. hypertext), það er texta sem er tengill í annan texta eins og gjarnan er notað á vefsíðum. Síðar þróuðu Alan Kay og aðrir hjá Xerox PARC-gluggakerfishugmyndina frekar, í þetta sinn sem hluta af svokölluðu Dynabook-verkefni. Fyrstu gluggakerfin fyrir stýrikerfi voru svo gefin út árið 1984 á Macintosh-stýrikerfi Apple-tölvunnar. Nokkru síðar var Microsoft Windows gefið út í sinni fyrstu útgáfu. Eins og nafnið bendir til var aðalnotendaviðmót þess einnig gluggakerfi.

Á níunda áratugnum var orðin mikil þörf á öflugu myndrænu notendaviðmóti sem hægt var að nota á skilvirkan hátt yfir net og á margs konar skjáum. Þetta varð hvatinn að því að Bob Scheifler og Jim Gettys hjá MIT-háskólanum í Boston hönnuðu X-gluggakerfið (e. X Windows System). Markmiðið var að gluggakerfið væri óháð tegund vélbúnaðar sem fólk notaði (e. portable), netgegnsætt (e. network transparent), gæti þjónað margs konar notendaforritum samtímis, væri afkastamikið, gæti birt marga glugga sem eru skipulagðir í stigveldi og að hægt væri að útvíkka gluggakerfið.

X-gluggakerfið er byggt þannig upp að staðartölva (e. local computer, það er tölva notandans) eða X-skjár keyrir X-þjón (e. server). Þjónninn hefur svo samskipti við ýmiss konar notendaforrit sem kallast X-biðlarar (e. client). Þessi forrit eru jafnvel keyrð á fjartölvu (e. remote computer, önnur tölva en tölva notandans). Nánari útlistun á gerð X-gluggakerfisins má finna á X.org.

UNIX-stýrikerfi og UNIX-leg stýrikerfi, eins og Linux, hafa notendaviðmót sem byggja á X-gluggakerfum; vinsæl kerfi eru til dæmis CDE(Motif), KDE(Qt) og GNOME(GTK+). Mörg þessara gluggakerfa er reyndar hægt að keyra á ýmsum tegundum bæði UNIX-stýrikerfa og Windows-stýrikerfa.

Frekara lesefni af Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...