Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?

EÖÞ og ÞV

Spyrjandi bætir svo við:
Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?
Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Linux og jafn stórt hlutfall notar MacOS sem er gert fyrir Macintosh-tölvur. Hálft prósent notar svo önnur eða óþekkt stýrikerfi.



Það má því segja að Windows, Linux og MacOS séu þau stýrikerfi sem kalla má aðalstýrikerfin í dag. Þó eru til mun fleiri stýrikerfi, en flest eru þau sérhæfðari og ekki í mikilli almennri notkun. Má þar nefna FreeBSD, IRIX, Solaris, HP-UX og QNX RTOS.

Einnig má geta þess að til eru nokkrar mismunandi útgáfur af Windows, svo sem Windows 2000, Millennium og XP, og einnig af Linux og MacOS.

Þá má nefna til gamans að mörg og ólík stýrikerfi hafa komið við sögu í vinnslu Vísindavefsins ásamt mismunandi tölvum. Vinnan við hann fer öll fram með vafraforritum sem eru að miklu leyti óháð vélartegund.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.1.2003

Spyrjandi

Guðrún María Jónsdóttir, f. 1985

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3000.

EÖÞ og ÞV. (2003, 13. janúar). Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3000

EÖÞ og ÞV. „Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3000>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag?
Spyrjandi bætir svo við:

Eru ekki til fleiri stýrikerfi en Linux og Windows?
Ef við skoðum hvaða stýrikerfi gestir Vísindavefsins nota kemur í ljós að Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburði í vinsældum. Af um 4400 gestum vikuna 6. - 12. janúar nota 94,5% einhverja útgáfu af Windows stýrikerfi, 2,5% gesta nota Linux og jafn stórt hlutfall notar MacOS sem er gert fyrir Macintosh-tölvur. Hálft prósent notar svo önnur eða óþekkt stýrikerfi.



Það má því segja að Windows, Linux og MacOS séu þau stýrikerfi sem kalla má aðalstýrikerfin í dag. Þó eru til mun fleiri stýrikerfi, en flest eru þau sérhæfðari og ekki í mikilli almennri notkun. Má þar nefna FreeBSD, IRIX, Solaris, HP-UX og QNX RTOS.

Einnig má geta þess að til eru nokkrar mismunandi útgáfur af Windows, svo sem Windows 2000, Millennium og XP, og einnig af Linux og MacOS.

Þá má nefna til gamans að mörg og ólík stýrikerfi hafa komið við sögu í vinnslu Vísindavefsins ásamt mismunandi tölvum. Vinnan við hann fer öll fram með vafraforritum sem eru að miklu leyti óháð vélartegund.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...