Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?

Bergþór Jónsson

Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram.


Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss um að svo sé.

Nýrri stýrikerfi eru bara að nafninu til samhæfð við eldri vélbúnað. Til dæmis segir Microsoft að Windows 98 þurfi 486DX/66 MHz og 24 MB af minni. Ég held að allir séu sammála um að stýrikerfið sé algjörlega ónothæft með slíkum búnaði. Það verkar hins vegar þokkalega á Intel Pentium eða betri örgjörva með 48 MB eða meira minni.

Hvað samhæfingu við eldri hugbúnað varðar þá sé ég ekki neina ástæðu til að það standi nýjum stýrikerfum fyrir þrifum.

Auk þess er ég ekki viss um að ég skilji hvað átt er við með "einfaldara og notendavænna stýrikerfi." Ef átt er við "einfaldara í notkun" þá er ég á þeirri skoðun að Windows 98 sé einfalt í notkun og þokkalega notendavænt þótt ýmislegt annað megi segja ljótt um það. Ef tekin eru dæmi af öðrum stýrikerfum þá er MacOS mjög einfalt, öflugt og notendavænt.

Ef öllum eldri hugbúnaði og vélbúnaði yrði hent í ruslið og skrifað yrði nýtt stýrikerfi sem aðeins keyrði á Pentium III eða betri og síðan skrifuð ný forrit sem notuðu þetta nýja stýrikerfi þá væri væntanlega hægt að skrifa það þannig að það yrði öflugra, minna, öruggara og skilvirkara en Windows-fjölskyldan, en alls óvíst er að það yrði neitt notendavænna, þó ekki væri nema vegna þess að þá þyrftu notendur að læra á nýtt stýrikerfi.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Höfundur

framhaldsnemi í tölvunarfræði við DTU

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Hörður Edvinsson

Tilvísun

Bergþór Jónsson. „Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=660.

Bergþór Jónsson. (2000, 17. júlí). Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=660

Bergþór Jónsson. „Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=660>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram.


Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss um að svo sé.

Nýrri stýrikerfi eru bara að nafninu til samhæfð við eldri vélbúnað. Til dæmis segir Microsoft að Windows 98 þurfi 486DX/66 MHz og 24 MB af minni. Ég held að allir séu sammála um að stýrikerfið sé algjörlega ónothæft með slíkum búnaði. Það verkar hins vegar þokkalega á Intel Pentium eða betri örgjörva með 48 MB eða meira minni.

Hvað samhæfingu við eldri hugbúnað varðar þá sé ég ekki neina ástæðu til að það standi nýjum stýrikerfum fyrir þrifum.

Auk þess er ég ekki viss um að ég skilji hvað átt er við með "einfaldara og notendavænna stýrikerfi." Ef átt er við "einfaldara í notkun" þá er ég á þeirri skoðun að Windows 98 sé einfalt í notkun og þokkalega notendavænt þótt ýmislegt annað megi segja ljótt um það. Ef tekin eru dæmi af öðrum stýrikerfum þá er MacOS mjög einfalt, öflugt og notendavænt.

Ef öllum eldri hugbúnaði og vélbúnaði yrði hent í ruslið og skrifað yrði nýtt stýrikerfi sem aðeins keyrði á Pentium III eða betri og síðan skrifuð ný forrit sem notuðu þetta nýja stýrikerfi þá væri væntanlega hægt að skrifa það þannig að það yrði öflugra, minna, öruggara og skilvirkara en Windows-fjölskyldan, en alls óvíst er að það yrði neitt notendavænna, þó ekki væri nema vegna þess að þá þyrftu notendur að læra á nýtt stýrikerfi.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:...