Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Fyrirtækin AMD og Intel framleiða bæði nokkuð marga mismunandi örgjörva, þannig að það er líklega réttara að tala um "örgjörvafjölskyldur" AMD og Intel. Þessar örgjörvafjölskyldur hafa samt nokkur sérkenni, þannig að það er hægt að bera þær saman. Á undanförnum árum hafa fyrirtækin skipst á að vera með forystuna í hraðvirkustu örgjörvunum en nýlega virðist sem AMD sé að ná frumkvæðinu af Intel eftir að sá örgjörvi sem átti að vera flaggskip Intel, Itanium, reyndist ekki eins öflugur og til var ætlast.

Það er kannski best að byrja á því að skoða hvað er sameiginlegt með örgjörvum frá þessum tveimur fyrirtækjum. Stærsti sameiginlegi eiginleikinn er að báðar örgjörvagerðirnar framkvæma (það er "skilja") sömu vélamálsskipanirnar. Þetta skipanasafn er oft kallað "x86" skipanamengið, þó réttara nafn sé "IA-32" sem stendur fyrir "Intel Architecture, 32 bits". Þessar vélamálsskipanir komu fyrst fram í Intel 386 örgjörvanum árið 1985, en byggja á skipunum sem voru í fyrstu Intel-örgjörvunum, sérstaklega þó örgjörvanum 8086, sem fyrst kom fram 1978.



Intel Pentium 4 örgjörvinn

Síðan "IA-32" skipanamengið kom fram hefur verið bætt við skipunum, en yfirleitt aðeins skipunum sem hafa sérhæfða virkni, til dæmis hefur Intel bætt við skipunum til að auka hraða margmiðlunar (kallað MMX, SSE og SSE2) og AMD hefur bætt við öðrum skipunum í sama tilgangi (kallað 3DNow!) auk 64-bita skipanna (kallað AMD64).

Aðalatriðið er samt að grunnskipanirnar eru þær sömu, sem þýðir að keyrsluskrá (það er .EXE-skrá) keyrir alveg eins á báðum örgjörvagerðunum. Viðbótarskipanirnar sem eru eingöngu í Intel-örgjörvum eða eingöngu í AMD-örgjörvunum eru ekki mikið notaðar, því þær takmarka notkun keyrsluskránna. Reyndar hefur AMD tekið upp nær allar viðbótarskipanirnar sem Intel hefur sett inn, en Intel hefur ekki tekið upp AMD skipanirnar.

Aðrir örgjörvar, eins og til dæmis PowerPC-örgjörvinn sem er í tölvunum frá Apple, hafa allt aðrar vélamálsskipanir en örgjörvarnir frá Intel og AMD. Það þýðir að keyrsluskrá (sem er í raun bara runa vélamálsskipana) frá Makka keyrir ekki á tölvu með Intel eða AMD örgjörvum. Það þarf því mismunandi keyrsluskrá fyrir þessar mismunandi tölvur, jafnvel þó þær væru að nota sama stýrikerfið.



AMD Sempron örgjörvinn

Þó að örgjörvarnir frá AMD og Intel framkvæmi (að mestu leyti) sömu vélamálsskipanirnar þá gera þeir það ekki endilega alveg eins. Báðar gerðirnar þýða "x86"-vélamálsskipanirnar yfir í enn einfaldari innri skipanir, svokallaðar "örskipanir" (Intel kallar sínar "micro-ops", en AMD kallar sínar "macro-ops" og "micro-ops"). Þessar örskipanir eru ólíkar milli AMD og Intel, enda sjást þær aldrei utan örgjörvans. Nýjustu AMD og Intel örgjörvarnir geta verið með tugi slíkra örskipana í keyrslu á sama tíma, en þetta er ein af leiðunum sem notaðar eru til að auka hraða örgjörvanna.

Önnur leið til að auka hraðann er að hafa stórt flýtiminni (e. cache), en þar eru settar þær skipanir og gögn sem eru í mestri notkun á hverjum tíma. Klukkutíðni örgjörvanna segir til um hversu oft nýjar skipanir eru settar í framkvæmd. Hærri klukkutíðni þýðir meiri afköst. Einnig skiptir máli hversu hratt örgjörvinn getur skipst á gögnum við aðra hluta tölvunnar, svo sem grafíkkortið, minnið og harða diskinn. AMD og Intel fara dálítið mismunandi leið í þessum atriðum, en ekki er hægt að taka einn þessara þátta út og segja að hann sé mikilvægastur.

Fyrir hinn almenna notanda ætti ekki að skipta miklu máli lengur hvort örgjörvinn í tölvunni er frá Intel eða frá AMD. Báðir framleiðendurnir hafa örgjörva með mismunandi verð og mismunandi afköst þannig hver notandi fyrir sig verður að meta það hversu mikið hann er tilbúinn að borga fyrir hraðvirkan örgjörva, hvort sem það er Intel- eða AMD-örgjörvi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.4.2005

Spyrjandi

Kristinn Rúnarsson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2005. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4870.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2005, 5. apríl). Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4870

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2005. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4870>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?
Fyrirtækin AMD og Intel framleiða bæði nokkuð marga mismunandi örgjörva, þannig að það er líklega réttara að tala um "örgjörvafjölskyldur" AMD og Intel. Þessar örgjörvafjölskyldur hafa samt nokkur sérkenni, þannig að það er hægt að bera þær saman. Á undanförnum árum hafa fyrirtækin skipst á að vera með forystuna í hraðvirkustu örgjörvunum en nýlega virðist sem AMD sé að ná frumkvæðinu af Intel eftir að sá örgjörvi sem átti að vera flaggskip Intel, Itanium, reyndist ekki eins öflugur og til var ætlast.

Það er kannski best að byrja á því að skoða hvað er sameiginlegt með örgjörvum frá þessum tveimur fyrirtækjum. Stærsti sameiginlegi eiginleikinn er að báðar örgjörvagerðirnar framkvæma (það er "skilja") sömu vélamálsskipanirnar. Þetta skipanasafn er oft kallað "x86" skipanamengið, þó réttara nafn sé "IA-32" sem stendur fyrir "Intel Architecture, 32 bits". Þessar vélamálsskipanir komu fyrst fram í Intel 386 örgjörvanum árið 1985, en byggja á skipunum sem voru í fyrstu Intel-örgjörvunum, sérstaklega þó örgjörvanum 8086, sem fyrst kom fram 1978.



Intel Pentium 4 örgjörvinn

Síðan "IA-32" skipanamengið kom fram hefur verið bætt við skipunum, en yfirleitt aðeins skipunum sem hafa sérhæfða virkni, til dæmis hefur Intel bætt við skipunum til að auka hraða margmiðlunar (kallað MMX, SSE og SSE2) og AMD hefur bætt við öðrum skipunum í sama tilgangi (kallað 3DNow!) auk 64-bita skipanna (kallað AMD64).

Aðalatriðið er samt að grunnskipanirnar eru þær sömu, sem þýðir að keyrsluskrá (það er .EXE-skrá) keyrir alveg eins á báðum örgjörvagerðunum. Viðbótarskipanirnar sem eru eingöngu í Intel-örgjörvum eða eingöngu í AMD-örgjörvunum eru ekki mikið notaðar, því þær takmarka notkun keyrsluskránna. Reyndar hefur AMD tekið upp nær allar viðbótarskipanirnar sem Intel hefur sett inn, en Intel hefur ekki tekið upp AMD skipanirnar.

Aðrir örgjörvar, eins og til dæmis PowerPC-örgjörvinn sem er í tölvunum frá Apple, hafa allt aðrar vélamálsskipanir en örgjörvarnir frá Intel og AMD. Það þýðir að keyrsluskrá (sem er í raun bara runa vélamálsskipana) frá Makka keyrir ekki á tölvu með Intel eða AMD örgjörvum. Það þarf því mismunandi keyrsluskrá fyrir þessar mismunandi tölvur, jafnvel þó þær væru að nota sama stýrikerfið.



AMD Sempron örgjörvinn

Þó að örgjörvarnir frá AMD og Intel framkvæmi (að mestu leyti) sömu vélamálsskipanirnar þá gera þeir það ekki endilega alveg eins. Báðar gerðirnar þýða "x86"-vélamálsskipanirnar yfir í enn einfaldari innri skipanir, svokallaðar "örskipanir" (Intel kallar sínar "micro-ops", en AMD kallar sínar "macro-ops" og "micro-ops"). Þessar örskipanir eru ólíkar milli AMD og Intel, enda sjást þær aldrei utan örgjörvans. Nýjustu AMD og Intel örgjörvarnir geta verið með tugi slíkra örskipana í keyrslu á sama tíma, en þetta er ein af leiðunum sem notaðar eru til að auka hraða örgjörvanna.

Önnur leið til að auka hraðann er að hafa stórt flýtiminni (e. cache), en þar eru settar þær skipanir og gögn sem eru í mestri notkun á hverjum tíma. Klukkutíðni örgjörvanna segir til um hversu oft nýjar skipanir eru settar í framkvæmd. Hærri klukkutíðni þýðir meiri afköst. Einnig skiptir máli hversu hratt örgjörvinn getur skipst á gögnum við aðra hluta tölvunnar, svo sem grafíkkortið, minnið og harða diskinn. AMD og Intel fara dálítið mismunandi leið í þessum atriðum, en ekki er hægt að taka einn þessara þátta út og segja að hann sé mikilvægastur.

Fyrir hinn almenna notanda ætti ekki að skipta miklu máli lengur hvort örgjörvinn í tölvunni er frá Intel eða frá AMD. Báðir framleiðendurnir hafa örgjörva með mismunandi verð og mismunandi afköst þannig hver notandi fyrir sig verður að meta það hversu mikið hann er tilbúinn að borga fyrir hraðvirkan örgjörva, hvort sem það er Intel- eða AMD-örgjörvi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:...