Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

EÖÞ

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources).

Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýrikerfi nota sín á milli þegar deila á auðlindum. Windows-vélar á staðarneti geta þannig nálgast skrár og fleira á þeim UNIX-vélum sem keyra samba á sama hátt og þær myndu nálgast gögn á öðrum Windows-vélum.

Í samba er sérstakt kerfi til að skilgreina aðgangsheimildir: notendur og lykilorð þeirra sem og hvaða gögn þeir mega nálgast og nota.

Hér verður ekki farið nánar í tæknileg atriði eða uppsetningu en áhugasömum er bent á efirfarandi lesefni:

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni af vefnum:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.1.2005

Spyrjandi

Hlíðar Kristjánsson

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2005, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4717.

EÖÞ. (2005, 18. janúar). Hvað er samba í Linux-stýrikerfum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4717

EÖÞ. „Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2005. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?
Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources).

Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýrikerfi nota sín á milli þegar deila á auðlindum. Windows-vélar á staðarneti geta þannig nálgast skrár og fleira á þeim UNIX-vélum sem keyra samba á sama hátt og þær myndu nálgast gögn á öðrum Windows-vélum.

Í samba er sérstakt kerfi til að skilgreina aðgangsheimildir: notendur og lykilorð þeirra sem og hvaða gögn þeir mega nálgast og nota.

Hér verður ekki farið nánar í tæknileg atriði eða uppsetningu en áhugasömum er bent á efirfarandi lesefni:

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni af vefnum:...