Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?

JGÞ

Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum við komin með stærðina 10 í veldinu 100 billjónir!


Geymslurými heilans er það mikið að þó við nýttum aðeins 1% þess er nánast marklaust að setja það í samhengi við minni í tölvum.

Þessi tala er ógurlega stór. Heildarfjöldi frumeinda í alheiminum er til að mynda áætlaður innan við 10 í hundraðasta veldi. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? segir að jafnvel þótt við nýttum aðeins eitt prósent mögulegra tenginga til að muna eitthvað þá geta engin venjuleg tölvuheiti lýst því hversu mikið geymslurýmið væri!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.10.2009

Spyrjandi

Ástvaldur Helgi Gylfason

Tilvísun

JGÞ. „Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?“ Vísindavefurinn, 9. október 2009, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53939.

JGÞ. (2009, 9. október). Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53939

JGÞ. „Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2009. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?
Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum við komin með stærðina 10 í veldinu 100 billjónir!


Geymslurými heilans er það mikið að þó við nýttum aðeins 1% þess er nánast marklaust að setja það í samhengi við minni í tölvum.

Þessi tala er ógurlega stór. Heildarfjöldi frumeinda í alheiminum er til að mynda áætlaður innan við 10 í hundraðasta veldi. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? segir að jafnvel þótt við nýttum aðeins eitt prósent mögulegra tenginga til að muna eitthvað þá geta engin venjuleg tölvuheiti lýst því hversu mikið geymslurýmið væri!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...