Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Forskeytið tera- stendur yfirleitt fyrir billjón, það er milljón milljónir. Forskeytið mega stendur fyrir milljón. Því gæti virst sem eitt terabæt séu nákvæmlega milljón megabæti. En svo er ekki.
Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti. 01001110 er dæmi um bæti. Möguleg gildi bætis eru 256 (28). Af þessum ástæðum er eðlilegt að nota veldi af tveimur til að lýsa rými í tölvum.
Hins vegar vill svo heppilega til að talan 210 = 1024 er nálægt þúsundi. Því eru 1024 bæti nefnd kílóbæti. 1024 kílóbæti eru nefnd megabæti, 1024 megabæti gígabæti og 1024 gígabæti terabæti. Það eru þá 1024*1024=1.048.576 bæti í megabæti og að sama skapi 1.048.576 megabæti í terabæti.
Oddur Ingólfsson er prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild HÍ. Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar.