Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?

Einar Örn Þorvaldsson

Nettengingar eru æði misjafnar og því er von að spurningar vakni um hraða þeirra, sérstaklega ef einingarnar bitar og bæti eru ekki alveg á hreinu.

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvað er eitt terabæti mörg megabæti? segir meðal annars:
Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti.
Þegar rætt er um nettengingar eru hraða þeirra lýst í bitum á sekúndu. Þannig er algengt að heyra tölur eins og 256 kílóbitar á sekúndu (256 kb/s). Það þýðir að mótaldið getur tekið við 256.000 bitum á hverri sekúndu sem jafngildir 32.000 bætum á sekúndu eða 32 kB/s.

Hér að neðan má sjá dæmigerðan glugga sem kemur upp þegar skrá er sótt á netið. Þarna kemur fram að 686 kílóbæti af skránni eru sótt á hverri sekúndu. Nettenging sem nær þessum hraða væri sögð 5,5 Mb/s því:
686 kílóbæti * 8 bitar/bæti = 5,5 megabitar



Tengingin sem spyrjandi hefur getur tekið við 100 megabitum á sekúndu eða 12,5 megabætum á sekúndu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.5.2003

Spyrjandi

Gunnar G.

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2003. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3417.

Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 14. maí). Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3417

Einar Örn Þorvaldsson. „Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2003. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3417>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?
Nettengingar eru æði misjafnar og því er von að spurningar vakni um hraða þeirra, sérstaklega ef einingarnar bitar og bæti eru ekki alveg á hreinu.

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvað er eitt terabæti mörg megabæti? segir meðal annars:
Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gildið 0 eða 1. Átta bitar í röð nefnast bæti.
Þegar rætt er um nettengingar eru hraða þeirra lýst í bitum á sekúndu. Þannig er algengt að heyra tölur eins og 256 kílóbitar á sekúndu (256 kb/s). Það þýðir að mótaldið getur tekið við 256.000 bitum á hverri sekúndu sem jafngildir 32.000 bætum á sekúndu eða 32 kB/s.

Hér að neðan má sjá dæmigerðan glugga sem kemur upp þegar skrá er sótt á netið. Þarna kemur fram að 686 kílóbæti af skránni eru sótt á hverri sekúndu. Nettenging sem nær þessum hraða væri sögð 5,5 Mb/s því:
686 kílóbæti * 8 bitar/bæti = 5,5 megabitar



Tengingin sem spyrjandi hefur getur tekið við 100 megabitum á sekúndu eða 12,5 megabætum á sekúndu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...