Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er tölva?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera hægt að leysa margvísleg verkefni, ekki bara að þvo þvott!

Lykillinn að hugtakinu tölva er þá líklega sá eiginleiki að með tölvum er hægt að leysa mjög ólík verkefni á sveigjanlegan hátt. Nútímatölvu er hægt að forrita til að leysa jafn ólík verk og að stjórna umferðarljósum, reikna út besta vaktafyrirkomulag á sjúkrahúsi og að spila flókinn grafískan tölvuleik.

Macintosh Plus-tölva frá árinu 1986.

Ef við lítum á einstaka hluta tölvu, þá þarf að vera leið til að koma inntaki, bæði skipunum og gögnum, inn í hana. Ýmis tækni er notuð til þess, lyklaborð, mús, stýripinnar, nemar í götu fyrir umferðarljós, strikamerkjalesarar í stórmörkuðum, og svo mætti lengi telja. Það þarf einnig að vera leið til að koma upplýsingum/niðurstöðum á framfæri við notandann. Það er oftast gert með tölvuskjám, en einnig er hægt að gera það með einföldum ljósum, hljóði eða með einhverri aðgerð, til dæmis hreyfingu á vélmenni.

Tölva þarf að vera forritanleg, þannig að það þarf að vera hægt að „segja henni hvað hún á að gera“ á einhvern fyrirfram ákveðinn hátt. Tölvur hafa nokkur mismunandi lög af skipunum. Örgjörvar (e. CPU) tölvanna hafa tilteknar skipanir innbyggðar. Þær eru kódaðar sem tölur, þannig að til dæmis talan 45 tekin sem skipun gæti þýtt að leggja eigi saman næstu tvö gildi. Innbyggðu skipanirnar í örgjörvunum er mjög frumstæðar og það er ekki þægilegt að nota þær, því þær eru mjög mismunandi milli örgjörva frá mismunandi framleiðendum.

Flestar tölvur eru því forritaðar með svokölluðum æðri forritunarmálum. Þetta eru mál eins og C++, Java, Pascal, Fortran og fleiri. Skipanir í þessum forritunarmálum eru staðlaðar milli tölva og eru á mun hærra plani en innbyggðu skipanirnar í örgjörvunum. Í þessum forritunarmálum eru síðan skrifuð forrit sem notendur tölvanna nota, til dæmis ritvinnslukerfi, töflureiknar og stýrikerfi. Þessi notendaforrit hafa sínar eigin skipanir sem notandinn gefur til að láta tölvuna gera tiltekinn hlut, til dæmis feitletra valinn texta, eyða skrá eða taka við inntaki í reikniforrit.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Old Computer. Myndin er fengin af Wikimedia Commons og birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International (CC BY-SA 4.0.) (Sótt 8. júlí 2021.)

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2000

Spyrjandi

Víðir Björnsson
Dagur Hilmarsson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er tölva?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1236.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2000, 12. desember). Hvað er tölva? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1236

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er tölva?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1236>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tölva?
Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera hægt að leysa margvísleg verkefni, ekki bara að þvo þvott!

Lykillinn að hugtakinu tölva er þá líklega sá eiginleiki að með tölvum er hægt að leysa mjög ólík verkefni á sveigjanlegan hátt. Nútímatölvu er hægt að forrita til að leysa jafn ólík verk og að stjórna umferðarljósum, reikna út besta vaktafyrirkomulag á sjúkrahúsi og að spila flókinn grafískan tölvuleik.

Macintosh Plus-tölva frá árinu 1986.

Ef við lítum á einstaka hluta tölvu, þá þarf að vera leið til að koma inntaki, bæði skipunum og gögnum, inn í hana. Ýmis tækni er notuð til þess, lyklaborð, mús, stýripinnar, nemar í götu fyrir umferðarljós, strikamerkjalesarar í stórmörkuðum, og svo mætti lengi telja. Það þarf einnig að vera leið til að koma upplýsingum/niðurstöðum á framfæri við notandann. Það er oftast gert með tölvuskjám, en einnig er hægt að gera það með einföldum ljósum, hljóði eða með einhverri aðgerð, til dæmis hreyfingu á vélmenni.

Tölva þarf að vera forritanleg, þannig að það þarf að vera hægt að „segja henni hvað hún á að gera“ á einhvern fyrirfram ákveðinn hátt. Tölvur hafa nokkur mismunandi lög af skipunum. Örgjörvar (e. CPU) tölvanna hafa tilteknar skipanir innbyggðar. Þær eru kódaðar sem tölur, þannig að til dæmis talan 45 tekin sem skipun gæti þýtt að leggja eigi saman næstu tvö gildi. Innbyggðu skipanirnar í örgjörvunum er mjög frumstæðar og það er ekki þægilegt að nota þær, því þær eru mjög mismunandi milli örgjörva frá mismunandi framleiðendum.

Flestar tölvur eru því forritaðar með svokölluðum æðri forritunarmálum. Þetta eru mál eins og C++, Java, Pascal, Fortran og fleiri. Skipanir í þessum forritunarmálum eru staðlaðar milli tölva og eru á mun hærra plani en innbyggðu skipanirnar í örgjörvunum. Í þessum forritunarmálum eru síðan skrifuð forrit sem notendur tölvanna nota, til dæmis ritvinnslukerfi, töflureiknar og stýrikerfi. Þessi notendaforrit hafa sínar eigin skipanir sem notandinn gefur til að láta tölvuna gera tiltekinn hlut, til dæmis feitletra valinn texta, eyða skrá eða taka við inntaki í reikniforrit.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Old Computer. Myndin er fengin af Wikimedia Commons og birt undir leyfinu Creative Commons Attribution-ShareAlike 4.0 International (CC BY-SA 4.0.) (Sótt 8. júlí 2021.)...