Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?

Þorsteinn Sæmundsson

Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klapparstíg.

Fyrsta tölvan kom til Íslands árið 1963. Hún var af gerðinni IBM 1620. Myndin er úr markaðsefni IBM fyrir tölvur af þeirri gerð.

Starfsmenn margra stofnana fengu aðgang að tölvunni (sem þá var kölluð rafeindareiknir eða rafreiknir) og spreyttu sig á að forrita hana til ýmissa verkefna. Lýsingar á nokkrum þessara verkefna er að finna í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands, 5.-6. tölublaði 1964. Jafnhliða var boðið upp á kennslu í forritunarmálinu Fortran. Kennslan fór fram í Háskóla Íslands og var kennarinn danskur.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Sæmundsson

stjarnfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

18.1.2022

Spyrjandi

Árelía Mist Sveinsdóttir, Tanja Rut Rúnarsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Sæmundsson. „Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2022. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=83065.

Þorsteinn Sæmundsson. (2022, 18. janúar). Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83065

Þorsteinn Sæmundsson. „Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2022. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83065>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?
Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klapparstíg.

Fyrsta tölvan kom til Íslands árið 1963. Hún var af gerðinni IBM 1620. Myndin er úr markaðsefni IBM fyrir tölvur af þeirri gerð.

Starfsmenn margra stofnana fengu aðgang að tölvunni (sem þá var kölluð rafeindareiknir eða rafreiknir) og spreyttu sig á að forrita hana til ýmissa verkefna. Lýsingar á nokkrum þessara verkefna er að finna í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands, 5.-6. tölublaði 1964. Jafnhliða var boðið upp á kennslu í forritunarmálinu Fortran. Kennslan fór fram í Háskóla Íslands og var kennarinn danskur.

Frekara lesefni:

Mynd:...